Ekki nógu rómantísk í rúminu

Augljóslega er smekkur manna misjafn þegar kemur að kynlífi.
Augljóslega er smekkur manna misjafn þegar kemur að kynlífi. Ljósmynd / Getty Images

„Kæra E. Jean, þetta er nýlunda fyrir mig, en kærastinn minn vill meina að ég sé ekki nógu „stelpuleg“ eða „rómantísk“ þegar kemur að kynlífi. Samband okkar er frábært og við erum perluvinir, en ég vil að kynlífið sé líflegt og skemmtilegt,“ segir ung og „óhefluð“ kona í fyrirspurn sem hún sendi hinum kjaftfora ráðgjafa E. Jean.

„Hann verður vandræðalegur þegar ég gríp í bossann á honum og kem með dónalegar uppástungur. Ég dýrka þennan mann og vil ekki láta hann sleppa. Hvað á ég að gera?“

Ráðgjafinn, sem skrifar fyrir tímaritið Elle, var að sjálfsögðu með svör á reiðum höndum.

„Hann vill ekki dónalegar uppástungur. Hann vill gamaldags eltingarleik, óskammfeilið leynimakk, dulkóðuð skilaboð, leynilegar augngotur, fiðring í lendunum. Að hans mati er eltingarleikurinn jafn mikilvægur og sjálft kynlífið. Leiktu þér með honum. Það mun koma þér á óvart hversu kynþokkafullur leikurinn getur orðið.

Kærastinn vildi að sín heittelskaða væri rómantískari í bólinu.
Kærastinn vildi að sín heittelskaða væri rómantískari í bólinu. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál