Kærastinn hélt fram hjá á Skype

Framhjáhald er framhjáhald, jafnvel þótt það fari fram í gegnum …
Framhjáhald er framhjáhald, jafnvel þótt það fari fram í gegnum tölvu. Ljósmynd / Getty Images

„Ég og kærastinn minn höfum verið saman í þrjú ár, við rífumst sjaldan og höfðum skipulagt líf okkar saman. Nýlega komst ég að því að hann hefur verið að stunda kynlíf með öðrum konum í gegnum Skype (eingöngu með klámmyndaleikkonum að ég held). Er eðlilegt að þetta komi mér í uppnám?“ segir í fyrirspurn ungrar konu, sem leitaði á náðir kynlífs- og sambandsráðgjafa The Guardian.

„Ég ræddi þetta við hann og hann sagði mér að hann liti á þetta sem klám. Ég geri það þó ekki þar sem þetta felur í sér samskipti við aðrar konur sem sjá hann. Ég benti honum einnig á að þetta væri tvöfalt siðgæði, enda væri hann ekki sáttur ef ég myndi hegða mér með sama hætti. Hann baðst afsökunar, lofaði að hætta og ég fyrirgaf honum. Ég er þó hrædd um að hann muni ekki hætta þessu. Við erum á þrítugsaldri og ég hef áhyggjur af því að hann muni halda fram hjá mér þegar fram líða stundir.“

Ráðgjafinn, Mariella Frostrup, lá ekki á skoðunum sínum og sagði beint út að hjúskaparbrot hefði þegar verið framið.

„Slæmu fréttirnar eru þær að hann hefur þegar haldið fram hjá þér. Kynlíf með einhverjum öðrum, jafnvel þótt það fari fram í gegnum tölvu, er samt kynlíf með einhverjum öðrum. Ef kærastinn þinn vill lifa öðru lífi í netheimum getur hann ekki búist við því að hann geti gert það samhliða ykkar sambandi. Það má vera að hann líti á það sem svo að hann sé ekki að halda fram hjá, en engu að síður er það hans eigin hugur og líkami sem tekur þátt í athæfinu.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál