Fólk stundar minna kynlíf en áður

mbl.is/Thinkstockphotos

Fólk stundar minna kynlíf í dag en það gerði fyrir 20 árum samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn sem The Guardian greinir frá. Rannsakendur komust að því að fólk stundar sjaldnar kynlíf en í kringum árið 2010.

Í rannsókninni kemur fram að það sé að aukast að fólk á aldrinum 20 til 24 ára eigi engan kynlífsfélaga. Fjöldinn hefur tvöfaldast milli kynslóða. Ákvörðunin getur þó verið meðvituð. 

Meðal annarra spurninga voru: „Hversu oft stundaðirðu kynlíf á síðustu 12 mánuðum?“ Í ljós kom að þeir sem voru í sambandi stunduðu meira kynlíf en þeir sem væru einhleypir og þeir yngri stunduðu meira kynlíf en þeir eldri. Það kom einnig í ljós að ungt fólk stundar sjaldnar kynlíf en eldri kynslóðir gerðu. Fólk fætt árið 1995 stundar til dæmis minna kynlíf en þau sem eru fædd 1930.

mbl.is/getty images

Það geta verið félagslegar orsakir fyrir niðurstöðunum til dæmis það að ungt fólk búi lengur heima hjá foreldrum sínum. Ein einnig mikil vinna og aukið klámáhorf.

„En auðvitað er það ekki magnið sem skiptir máli heldur gæðin. Ég held að það sé mikilvægara að spyrja hvort fólk sé ánægt með kynlífið sitt þegar það stundar það,“ segir einn rannsakendanna.

Rannsóknin tók til 26.600 einstaklinga í Bandaríkjunum á tímabilinu 1989 til 2014 og voru 96% þátttakenda gagnkynhneigð.

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál