Þessum kynlífsstellingum áttu að sleppa

Marga dreymir um kynlíf í sturtu.
Marga dreymir um kynlíf í sturtu. mbl.is/Thinkstockphotos

Margar kynlífsstellingar geta virkað skemmtilegar og spennandi en í rauninni virka þær ekki mjög vel. Stellingar minna stundum meira á Twister en eitthvað sem þú gerir til þess að njóta ásta. Men’s Fitness fór yfir nokkrar stellingar sem eru ekki vinsælar hjá konum.

1. Standandi kynlíf

Standandi kynlíf er óþægilegt. Í raun virkar það bara þegar hæð kynlífsfélaga passar fullkomlega saman fyrir stöðuna, því miður er það óalgengt.

2. Kynlíf í sturtu

Kynlíf í sturtu fer oftast fram standandi og því getur það verið erfitt. Marga dreymir um sturtukynlíf en raunveruleikinn er sá að margir njóta þess ekki. Fólk endar með sápu út um allt og er hrætt um að renna og detta. Það er hins vegar góð hugmynd að fara saman í sturtu eftir kynlíf og þrífa hvort annað á erótískan hátt.

3. Jógahundurinn

Staðan er eins og hundsstaðan í jóga (Downward Dog), það getur verið mjög er erfitt að halda stöðunni. Nautnin er ekki nógu mikil fyrir allt erfiðið. 

4. Hjólbaran

Þessi staða er enn erfiðari en jógastaðan. Það er auðvelt að detta og meiða sig í henni.

5. Trúboðastellingin

Stellingin sjálf er frábær en hún verður leiðinleg til lengdar. Hún er heldur ekki mjög góð fyrir konur þar sem hún örvar snípinn ekki mikið. Það eru til svo margar stöður, prófið að breyta til.

6. 69

Margar konur tala um að þær missi einbeitinguna í 69 stöðunni sem getur jafnframt verið vandræðaleg. Það getur verið skemmtilegra að hafa hlutina einfalda og einbeita sér að því að gefa og þiggja.

7. Kynlíf á gólfinu

Hugmyndin um kynlíf á feldi fyrir framan arin getur verið heillandi, raunveruleikinn er þó annar. Konum finnst það oft óþægilegt og fá oft illt í rófubeinið.

8. Kynlíf í stiganum

Stigar eru harðir og það gerir kynlíf í stiga óþægilegt. Hægt væri þó að nota eitthvað mjúkt eins og teppi eða kodda til þess að gera stöðuna þægilegri.

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál