Norðurlandabúar æstir í kynlífstæki

Hér má sjá Ísland í samanburði við önnur lönd.
Hér má sjá Ísland í samanburði við önnur lönd. skjáskot/www.vouchercloud.com

Norðurlandandabúar tróna á toppinum í könnun sem var gerð á því hvaða lönd leita oftast að kynlífstækjum á netinu.

Danmörk situr í efsta sæti, Svíþjóð þar á eftir og Grænland í þriðja sæti. Voucher Cloud sem gerði könnunina vill meina að þessar þjóðir standi upp úr vegna kuldans. Að vísu er Ísland eina Norðurlandið sem kemst ekki á topp 20. Það gæti verið vegna þess að húshitun þykir fremur ódýr á Íslandi miðað við það sem tíðkast í öðrum löndum og því ekki jafnnauðsynlegt að hita bólin upp með kynlífstækum.

Ætli skýringuna sé þó ekki frekar að finna í aðferðinni en unnið var með að þýða heiti á kynlífstækjum og skoða Google-leitarniðurstöður. En þar sem málsvæði íslenskunnar er frekar lítið er líklegt að Íslendingar noti frekar ensku í leit sinni að kynlífstækjum á netinu. Engu að síður forvitnileg könnun.

Topp 20 listinn, Ísland kemst ekki á blað.
Topp 20 listinn, Ísland kemst ekki á blað. ljósmynd/www.vouchercloud.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál