Stærstu mistökin að ráða makann í vinnu

Eiginmaðurinn er að gera út af við konuna sína.
Eiginmaðurinn er að gera út af við konuna sína. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona leitaði ráða hjá ráðgjafa Elle en hún er að gefast upp á eiginmanni sínum eftir að hún réð hann í vinnu til sín. 

Kæra E. Jean. Nýjasti starfsmaður minn er eiginmaður minn og ráðning hans gæti verið stærstu mistök á starfsferli mínum. Á síðustu árum með erfiðisvinnu hef ég náð að byggja upp vinsæla vefsíðu með stórum fylgjendahópi. Þetta gekk svo vel að eiginmaður minn gat hætt í vinnunni sinni og byrjað að vinna með mér, það hafði alltaf verið draumur minn.

En maðurinn er vinnualki. Hann er að gera út af við mig með frábæru hugmyndunum sínum sem hann segir að muni auka afkomu okkar en ég hef engan tíma til að framkvæma þær þar sem ég verð að sjá um dagsdaglegan rekstur síðunnar. Honum finnst þau verkefni of leiðinleg sem tengjast einmitt vandamálinu.

Það eina sem hann vill vinna að á síðunni er að tala allan daginn, fá hugmyndir á kvöldin, hanna nýja möguleika, setja af stað nýja tekjumöguleika og svo framvegis. Við getum ekki einu sinni borðað rómantískan kvöldverð án þess að hann pæli í hvað sé hægt að gera næst. Það er þreytandi. Mig langar að slaka á eitt kvöld. Hann vill ekki einu sinni leyfa okkur að taka einn frídag. Hvað á ég að gera? Reka hann? Eða vera yfirmaðurinn og segja honum hvað hann á að gera? Hvernig held ég stjórninni? Við erum búin að vera gift í tíu ár og vinnum yfirleitt vel sem lið, en draumur minn hefur breyst í martröð.

Jean hefur ekki áhyggjur af hugmyndauðgi mannsins enda er hann bara að reyna hjálpa. Auk þess sem að vefsíður verða alltaf að halda áfram að þróast.

Markmið þitt ætti ekki að vera að reyna stjórna honum. Þú ættir að leyfa honum að leika lausum hala til þess að geta grætt eins mikinn pening og hann getur. Það fær hann til að fara á fætur á morgnana. Fáðu ungan tæknisnilling frá næsta tækniháskóla til að koma og leysa leiðinlegu verkefnin og vertu samferða manninum í daglegum uppfinningum. Og næturnar? Útskýrðu fyrir honum að það að taka frí á kvöldin og hætta hugsa um síðuna mun skila sér í nýjum uppgötvunum. Með allri innkomunni geti þið ráðið fólk og tekið ykkur mánaðarlangt frí í Grikklandi.

Konan er ekki nógu ánægð með samstarfið.
Konan er ekki nógu ánægð með samstarfið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál