Þetta er meðallengd kynlífs

Fólk er oftast ekki að stunda kynlíf í marga klukkutíma.
Fólk er oftast ekki að stunda kynlíf í marga klukkutíma. mbl.is/Thinkstockphotos

Margir halda að allir aðrir stundi miklu meira og lengra kynlíf en þeir sjálfir. Samkvæmt nýrri bandarískri könnun kemur í ljós að meðallengd kynlífs fólks er aðeins 12 mínútur. 

Women's Health greinir frá könnun þar sem fengnar voru upplýsingar frá 432 pörum og yfir 2.000 kynlífsstundir. 

12 mínútur er ekki langur tími sé tekinn tími frá því að forleikur byrjar en könnunin tilgreinir ekki hvort forleikur sé tekinn með eða bara sé verið að taka tímann á samförum. Það getur nefnilega breytt ansi miklu, sérstaklega fyrir konur. 

Gagnkynhneigðar konur fá nefnilega sjaldnar fullnægingu ef kynlífið tekur minna en 30 mínútur samkvæmt nýrri rannsókn sem Chapman University gerði. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál