Var sagt að kynlíf gæti rústað lífinu

Stundum þarf einfaldlega að slökkva á hausnum og gleyma sér.
Stundum þarf einfaldlega að slökkva á hausnum og gleyma sér. thinkstockphotos

„Ég hef aldrei fengið fullnægingu. Eiginmaður minn reynir sitt besta, en eitthvað stendur alltaf í vegi fyrir mér andlega. Ég er 36 ára og eiginmaður minn er 38 ára og við erum afar hamingjusamlega gift. Þegar ég var 10 ára varð systir mín, sem var 15 ára, ólétt. Það olli miklu fjaðrafoki í fjölskyldunni og því var troðið inn í hausinn á mér að feta ekki í fótspor hennar,“ segir í bréfi ófullnægðrar konu sem leitaði til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun.

„Ég fékk þau skilaboð að kynlíf væri hættulegt og mögulega gæti það rústað lífi mínu. Ég slaka aldrei á. Ég hef alltaf verið hljóðlát og með fulla stjórn á aðstæðum, en ég get ekki sleppt fram af mér beislinu ólíkt vinum mínum. Ég myndi þó vilja geta notið kynlífs.

Ráðgjafinn svaraði um hæl og sagðist ekki undra áhrifin sem uppeldið hefði haft á kynlíf konunnar.

„Það kemur ekki á óvart að þú hafir tileinkað þér neikvætt viðhorf til kynlífs, en í það minnsta veistu hver upptökin eru.“

Þá ráðlagði ráðgjafinn konunni að kanna kynferði sitt í einrúmi og deila uppgötvunum sínum síðar með eiginmanninum.“

Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál