Einhleyp í fimm ár og þorir ekki á stefnumót

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera …
Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera einhleypur. Getty Images

„Ég hef verið einhleyp undanfarin fimm ár, engin stefnumót og ekkert kynlíf. Fyrrverandi kærastinn minn flutti burt án þess að svo mikið sem kveðja mig, eða útskýra gjörðir sínar á nokkurn hátt. Fyrst þá áttaði ég mig á því að í hans augum var ég aðeins bólfélagi,“ segir ónafngreind kona sem leitaði á náðir lesenda Guardian.

„Þetta særði mig svo mikið að ég ákvað að einbeita mér að starfsframanum og syni mínum. Núna er ég 34 ára gömul, í góðu starfi og bý með 14 ára syni mínum í eigin húsi. Ég er farin að hugsa um að fara á stefnumót, en allt í tengslum við að hitta einhvern nýjan hræðir mig. Mér finnast stefnumót vera alger byrði og ég finn stanslaust afsakanir. Hvað er að mér og hvernig get ég komist yfir þetta?

Lesendur eru greinilega allir af vilja gerðir, en ráðin hafa hrúgast inn.

„Það er ekkert að þér. Þú óttast aðstæður þar sem þú átt það á hættu að upplifa særindi á nýjan leik. Það er fullkomlega eðlilegt, miðað við fyrri reynslu. Gætir þú kannski farið með vinahópnum þínum á stað þar sem þú gætir mögulega hitt einhvern? Þá ertu umkringd fólki sem líkar vel við þig ef hlutirnir fara ekki vel, eða þar til þú venst slíkri athygli á ný,“ sagði einn netverji.

Annar ráðlagði konunni að næla sér einfaldlega í bólfélaga.

„Ertu viss um að þú viljir fara á stefnumót? Mig langar það ekki, og geri það þar af leiðandi ekki. Ef þig langar ekki að fara á stefnumót skaltu ekki neyða þig til þess. Annar möguleiki væri að fá sér bólfélaga, ef þig langar.“

Það er svolítið erfitt að vera feiminn.
Það er svolítið erfitt að vera feiminn. Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál