Fimm algengustu sambandsvandamálin

Öll pör glíma við einhver vandamál.
Öll pör glíma við einhver vandamál. mbl.is/Thinkstockphotos

Öll pör glíma við vandamál, þau eru bara misstór. Vandamál sumra eru það mikil að það endar með sambandsslitum en önnur eru bara til staðar. Lífið væri þó betra án þeirra og Well and Good fékk sérfræðinga til að fara yfir fimm algengustu vandamálin og hvernig mætti laga þau. 

Þú talar ekki

Oft er sagt að það mikilvægasta í samböndum sé að tala saman og ekki að ástæðulausu. Sálfræðingurinn Augusta Gordon segir algengt að fólki segi ekki maka sínum frá því hvernig því líður heldur haldi því innra með sér þangað til það springur. Hún segir að skjólstæðingar sínir hafi oft áhyggjur af því að þeir séu vondir og sjálfselskir ef þeir segja frá þörfum sínum. Hún telur að átök í samböndum séu góð þar sem þau dýpki þau.

Hún mælir ekki með því að fólk nefni bara galla maka síns, betra sé að vera nákvæmur varðandi það sem maður þarfnast. Gott sé að nefna ákveðnar aðstæður þar sem manni leið á ákveðinn hátt. 

Kristin Lyon sálfræðingur segir að það sé líka gott að fólk láti sér renna reiðina áður en það talar saman. Síðan megi nálgast málið varfærnislega án þess að ásaka hinn um að eitthvað hafi verið gert viljandi. 

Tilfinningaveggur

Það er algengt að fólk brynji sig og þori ekki að sýna hinni manneskjunni djúpt inn í sál sína vegna hræðslu. Í góðum samböndum ætti fólk hins vegar að mæta skilningi og sjást. Sálfræðingurinn Amir Levine mælir með því að fólk hreyfi sig með maka sínum, fari til dæmis út að hlaupa. Rannsóknir sína að pör sem hreyfa sig saman tengjast betur. 

Það þarf að taka niður brynjuna til þess að dýpka …
Það þarf að taka niður brynjuna til þess að dýpka sambandið. mbl.is/Thinkstockphotos

Að geðjast makanum 

Í samböndum er algengt að fólki finnist það sífellt þurfa að hugsa um tilfinningar makans. Ef þú ert hins vegar alltaf umhyggjusamur og sífellt að reyna að geðjast maka þínum reynirðu að stjórna hvernig honum líður. Að lokum getur þetta hindrað tilfinningalegan þroska beggja aðila. 

Fullkomnun

Vandamálið er að það er ekki hægt að vera fullkominn í öllu, sérstaklega ekki samböndum. Það getur myndast mikið álag og gremja ef fólk gerir of miklar kröfur til sjálfs sín og makans. Það getur gert samskiptin áhrifameiri og aukið nándina ef reynt er að skilja og taka veikleika makans í sátt. 

Enginn er fullkominn.
Enginn er fullkominn. mbl.is/Thinkstockphotos

Kenna hinum um

Það skilar ekki árangri að kenna hinum aðilanum um. Levine bendir á að markmiðið með rifrildi ætti ekki að vera að maður hafi á réttu að standa heldur að reyna fá hinn til að opna sig. Því meira sem ráðist er á makann því minni líkur eru á að hann opni sig. Í þessum tilvikum er gott að muna að allir gera mistök og mistökin eru ekki spegilmynd manneskjunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál