10 atriði sem hamingjusöm pör gera

Keith Urban og Nicole Kidman eru í góðu hjónabandi.
Keith Urban og Nicole Kidman eru í góðu hjónabandi. mbl.is/AFP

Sambandssérfræðingurinn Lyssa Danehy deHart rannsakaði hvað fólk í hamingjusömum og langlífum samböndum á sameiginlegt. DeHart hóf rannsóknina á að skoða ömmu sína og afa sem höfðu verið gift hamingjusamlega í yfir hálfa öld, ekki gat hún skoðað foreldra sína enda höfðu þau átt nokkur misheppnuð sambönd. 

Eftir rannsóknina breyttist skilningur deHart á ástinni. Hún tók eftir ákveðnum atriðum sem einkenndu fólk í þessum hamingjusömu samböndum og listaði tíu atriði upp fyrir Prevention

Fólk þarf ekki að hafa rétt fyrir sér

Fólk í góðum samböndum kann að meta samband sitt meira en svo að það þurfi að sanna að það hafi alltaf rétt fyrir sér. Það kann að leiða ákveðin mál hjá sér sem eru ekki þau mikilvægustu. 

Vinir

Fólk í góðum samböndum passar upp að viðhalda vinskapnum á milli sín. Það gleymir ekki hvað það er sem það líkar við í fari hvort annars. 

Húmor

Það hlær oft saman og er oft með sama húmorinn. Þrátt fyrir að sambandið geti stundum reynt á er aldrei langt í húmorinn. 

Deila sömu lífssýn

Það hjálpar í samböndum þegar fólk deilir sömu gildum og sýn á lífið. 

Will Smith og Jada Pinket Smith eru búin að vera …
Will Smith og Jada Pinket Smith eru búin að vera saman lengi. mbl.is/AFP

Þau kunna að meta hvort annað

DeHart sá það til dæmis í tilviki ömmu sinnar og afa að á þeim sviðum sem annað þeirra var ekki sterkt (feimni eða stjórnsemi) bætti hitt það upp. Persónuleikar pössuðu því vel saman og kunnu þau að meta eiginlega hvort annars. 

Vilja vera í sambandinu

Það segir sig kannski sjálft að sambönd ganga betur ef fólk vill vera í þeim. Það er hins vegar stundum þannig að sumir eru með hálfum hug í sambandi. Þegar báðir aðilarnir leggja sig fram gengur allt betur. 

Það tekur ábyrgð

Það hefur gagnast fólki vel að vera hreinskilið og þegar eitthvað gerist þá biðst það afsökunar og viðurkennir mistök sín. 

Það ber ekki kala til maka síns

Langtímasambönd eru ekki bara dans á rósum og oft kemur eitthvað upp á. Það þykir hins vegar ráðlagt að fyrirgefa og halda áfram með lífið í stað þess að vera pirrað og í fýlu til lengri tíma. 

Það talar af hreinskilni

Fólk getur sagt það sem því finnst í góðum samböndum, líka þegar hinn aðilinn er ekki sammála. Það ríkir ákveðið öryggi þannig að fólk leyfir sér að tala frjálslega saman. 

Baktala ekki hvort annað

Það þykir gott þegar fólk vinnur úr sínum málum í sambandinu. Það fer ekki til næsta manns og biður um að vera með sér í liði því best er að vera í liði með sambandinu sjálfu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál