Aldrað vansælt súpermódel í þakíbúð

Agneta Eckemyr er á sjötugsaldri.
Agneta Eckemyr er á sjötugsaldri.

Ein af áhugaverðustu kvikmyndunum á RIFF í ár er kvikmyndin Þakíbúð til norðurs (Penthouse North) eftir sænska leikstjórann Johanna St Michaels. Kvikmyndin fjallar um aldrað súpermódel og fékk myndin afbragsðdóma á kvikmyndahátíðinni í Toronto. 

Hún  fjallar um sænska súpermódelið Agnetu Eckemyr sem er nú komin á sjötugsaldur. Agneta prýddi forsíður margra tískutímarita á áttunda áratugnum og var fatahönnuður á yngri árum og var hluti af þotuliði New York borgar. Hún flutti inn í glæsilega þakíbúð með útsýni yfir Central Park árið 1969. Hún var vön að kalla hana sinn einstaka stað á milli himins og jarðar, en núna virðist íbúðin vera bæði blessun hennar og bölvun. Íbúðin hefur verið miðlæg í lífi Agnetu og var miðstöð veisluhalda sem og vinnustofa hennar í starfi sem ljósmyndari og hönnuður. Í myndinni eru tilfinningar Agnetu vegna æskumissis og samruna eigin sjálfs við íbúðina skoðaðar. En þegar tilveru hennar er ógnað með útburðartilkynningu frá leigusalanum sem vill losna við hana, vill Agneta ekki þurfa að sleppa takinu af fortíðinni og lykilhluta eigin sjálfs.

Leikstjórinn Johanna St Michaels fylgist með daglegu lífi Agnetu sem er núna peningalaus, vinalaus og reynir að sætta sig við öldrunarferlið.  Myndin er fyndin og angurvær í senn um manneskju sem neitar að eldast og breytast efitr því sem árin líða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál