„Var svona að íhuga að hvíla þjóðina aðeins“

Brynjar Níelsson, alþingismaður.
Brynjar Níelsson, alþingismaður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Mörgum finnst erfitt þegar hlutirnir eru sagðir beint út, bæði samherjum og andstæðingum. En það er erfitt að gera öllum til geðs. Ég tek það ekki nærri mér en kannski gera aðrir það sem eru tengdir manni, eða finnst það alla vega óþægilegt,“ segir Brynjar Níelsson, alþingismaður og hrl., þegar hann er spurður að því hvort hann taki ummæli fólks nærri sér.

Brynjar hefur verið áberandi í umræðunni en hann hefur lagt það í vana sinn að segja alltaf hvað honum finnst. Nú er svo komið að Brynjar hefur ákveðið að kveðja samfélagsmiðilinn Facebook í bili.

„Var svona að íhuga að hvíla þjóðina aðeins,“ sagði hann í samtali við Smartland Mörtu Maríu rétt í þessu.

Ætlar þú að láta loka aðganginum þínum eða ætlar þú bara að hætta að fara inn á miðilinn.

„Veit það ekki. Allavega að hvíla fésbókarfólk á mér í einhvern tíma.“

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál