Atburðarrásin einkenndist af óheilindum

Páll Magnússon er fyrsti karlinn sem prýðir forsíðu MAN.
Páll Magnússon er fyrsti karlinn sem prýðir forsíðu MAN.

Páll Magnússon fyrrum útvarpsstjóri prýðir forsíðu páskablaðs MAN sem kemur út á morgun. Hann er fyrsti karlmaðurinn til að birtast á forsíðu tímaritsins og setur forsíðufyrirsögnin svo sannarlega tóninn: Uppgjör Páls. Í ítarlegu viðtali talar hann m.a. um starfslokin hjá Rúv og segir hann m.a að hann hefði auðvitað kosið að brotthvarf sitt frá RÚV hefði borið að með öðrum hætti.

„Þessi atburðarás einkenndist af ævintýralegum undirmálum og óheilindum af hálfu þeirra sem réðu ferðinni. En það flýgur hver eins og hann er fiðraður.“

Hann víkur einnig að því hvernig öllum framkvæmdastjórum RÚV var sagt upp eftir að nýr útvarpsstjóri tók við í byrjun árs 2014. „Sú ákvörðun var ótrúlega kveifarleg af hálfu þeirra sem hana tóku. Það ber vott um mikinn skort á sjálfstrausti að treysta sér ekki til að vinna með öðru fólki en maður hefur sjálfur valið sér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál