Ferðast með 13.000 króna púðahjálm

Skjáskot af Mail Online Cara Delevingne hélt púðanum fyrir andliti …
Skjáskot af Mail Online Cara Delevingne hélt púðanum fyrir andliti sínu á flugvellinum í París.

Fyrirsætustörfum fylgja endalaus ferðalög um allan heim og ofurfyrirsætan Cara Delevingne þekkir það vel. Ferðalög geta reynt á líkama og sál en Delevingne lætur greinilega fara vel um sig þegar hún flýgur því hún notar sérstakan púðahjálm þegar hún ferðast.

Slíkur púði kostar um 13.300 krónur og sér til þess að notandinn fái algjört næði og nái þannig góðri slökun. Delevingne sást seinast með púðann á flugvellinum í París.

Það er ekki beint hægt að segja að púðinn sé smart en hann virðist vera afar þægilegur. Púðinn er laufléttur og búinn til úr mjúku efni, hann er svo fylltum með litlum kúlum sem minna á fyllingu baunapúða.

Púðahjálmurinn, sem kallast Ostrich Pillow, kom á markað árið 2013 en hefur síðan þá náð töluverðum vinsældum hægt og bítandi. En eftir að Delevingne sást skarta honum mun hann eflaust ná auknum vinsældum.

Púðahjálmurinn gerir fólki kleyft að leggja sig hvar og hvenær …
Púðahjálmurinn gerir fólki kleyft að leggja sig hvar og hvenær sem er. www.ostrichpillow.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál