Bjarni Ben bakaði Peppa Pig köku

Peppa Pig sem Bjarni Ben skreytti fyrir dóttur sína.
Peppa Pig sem Bjarni Ben skreytti fyrir dóttur sína.

„Ég ákvað að reyna við Peppa Pig fyrir 4 ára afmæli Línu. Það þarf mikinn sykur og meira af þolinmæði,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Facebook-síðu sinni en hann bakaði glæsilega köku fyrir yngstu dóttur sína sem fagnaði fjögurra ára afmæli sínu í vikunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bjarni tekur sig til og massar baksturinn því í fyrra skreytti hann Línu Langsokk köku fyrir dóttur sína. 

Í fyrra spurði ég Þóru Margréti Baldvinsdóttur út í kökubakstur eiginmanns hennar. Hún sagði að Bjarna væri ýmislegt til lista lagt:

„Bjarni, eins og svo marg­ir aðrir auðvitað, á sér marg­ar hliðar. Hann er mjög list­rænn og sér­stak­lega flink­ur að leira. Þannig að syk­ur­mass­inn hentaði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann græj­ar af­mæl­is­köku fyr­ir börn­in. En þessi var sú allra flott­asta,“ seg­ir Þóra Mar­grét Bald­vins­dótt­ir, eig­in­kona Bjarna.

Dótt­ir þeirra, Guðríður Lína, varð fjögurra ára um helg­ina og því tók faðir henn­ar sig til og skreytti af­mæl­is­kök­una. Um hefðbundna súkkulaðiköku var að ræða en svo skreytti hann kök­una með syk­ur­massa. Þóra seg­ir að hann hafi fengið ákaf­lega góðar leiðbein­ing­ar hjá köku­fyr­ir­tæk­inu Allt í köku áður en hann hófst handa. Þegar hún er spurð að því hvernig það kom til að hann hafi gert kök­una seg­ir hún að hann sé ein­fald­lega hæf­ari.

Hann er miklu flinkari en ég í því. Hann hef­ur gert nokkr­ar mjög flott­ar, Hello Kitty og fleiri í gegn­um tíðina,“ seg­ir Þóra Mar­grét.

Bjarni Ben gerði Línu Langsokk köku

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál