„Ég var einfaldlega bölvaður alkóhólisti“

Brynja Nordquist prýðir forsíðu MAN en það kemur í verslanir …
Brynja Nordquist prýðir forsíðu MAN en það kemur í verslanir á morgun.

Brynja Nordquist, flugfreyja og fyrrverandi fyrirsæta, prýðir forsíðu nóvembertölublaðs MAN. Í viðtalinu segir Brynja einlæglega frá því hvers vegna hún hafi hætt að drekka áfengi fyrir hartnær ári.

„Ég viðurkenni alveg að ég upplifði það oft að vakna daginn eftir að við höfðum verið að skemmta okkur og hugsa með mér: „Oh, af hverju urðu þessi leiðindi í gær, hvað gerðist?“,“ segir Brynja í viðtalinu.

Brynja hefur átt í ástarsambandi við Þórhall Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóra Kastljóssins, í 21 ár. Hann starfar nú sem framkvæmdastjóri sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu Sagafilm.

Brynja segir ákvörðunina hafa verið mikið gæfuspor enda hafi drykkjan svo sannarlega verið farin að taka sinn toll og í dag sé hún miklu framtakssamari. Brynja fór ekki í meðferð en sækir kvennafundi AA og segir þá gera sér gott. Hún segir það þó hafa tekið sig langan tíma að geta sagst vera alkóhólisti. „En þegar ég horfi til baka og á þá staðreynd að ég hafi drukkið í öll þessi ár þá geri ég mér grein fyrir því að ég var einfaldlega bölvaður alkóhólisti.“

Karl Steingrímsson, Ester Ólafsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir, Rick Ashley, Erla Haraldsdóttir, …
Karl Steingrímsson, Ester Ólafsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir, Rick Ashley, Erla Haraldsdóttir, Anna Margrét Jónsdóttir, Brynja Nordquist og Svava Johansen. Þessi mynd var tekin þegar Rick Ashley kom til landsins 1987.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál