Skartaði kórónu Díönu prinsessu

Katrín hertogaynja af Cambridge skartar hér eftirlætis kórónu Díönu prinsessu.
Katrín hertogaynja af Cambridge skartar hér eftirlætis kórónu Díönu prinsessu. Skjáskot Daily Mail

Katrín, hertogaynja af Cambridge, skartaði uppáhalds kórónu Díönu prinsessu í opinberri athöfn sem fram fór í Buckingham höll í gær.

Hár hertogaynjunnar var fallega sett upp sem gerði það að verkum að kórónan naut sín vel. Einnig klæddist hún fallegum kjól frá Alexander McQueen, sem hún er jafnframt talin hafa sést í áður.

Þetta er í fyrsta sinn sem hertogaynjan sést með kórónuna, en hún er ekki vön að bera slíkt höfuðskraut. Í rauninni hefur hún aðeins þrisvar sést skarta kórónu, þar á meðal á sjálfan brúðkaupsdaginn.

Díana prinsessa fékk kórónuna að gjöf árið 1981, en hún var áður í eigu Elísabetar drottningar. Báðar hafa þær oftsinnis skartað höfuðdjásninu sem prýtt er með demöntum og perlum.

Kórónan var gerð árið 1914 eftir hönnun Maríu drottningar, ömmu Elísabetar. 

Fleiri myndir má sjá á vef Daily Mail

Kórónan var í miklu uppáhaldi hjá Díönu prinsessu, sem bar …
Kórónan var í miklu uppáhaldi hjá Díönu prinsessu, sem bar hana við ýmis tilefni. Skjáskot Daily Mail
Díana prinsessa bar höfuðdjásnið í opinberri heimsókn til Hong Kong …
Díana prinsessa bar höfuðdjásnið í opinberri heimsókn til Hong Kong árið 1989. Skjáskot Daily Mail
Kórónan var áður í eigu Elísabetar drottningar.
Kórónan var áður í eigu Elísabetar drottningar. Skjáskot Daily Mail
Hertogaynjan leit að venju óaðfinnanlega út.
Hertogaynjan leit að venju óaðfinnanlega út. Skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál