Fullreynt að reyna að eignast börn

Helga Braga Jónsdóttir er í opinskáu viðtali við MAN.
Helga Braga Jónsdóttir er í opinskáu viðtali við MAN. mbl

Leikkonan og flugfreyjan Helga Braga Jónsdóttir talar frá hjartanu í einlægu viðtali við MAN sem kemur út í dag. Í viðtalinu segir hún m.a. frá ferlinu sem hún fór í gegnum í leit að sátt við sjálfa sig. Í dag er hún hætt að drekka áfengi og neyta kjöts en það er partur af andlegu hugleiðsluprógrammi sem hún hefur verið í frá árinu 1997.

„Á þessari vegferð hef ég öðlast þennan innri frið og gleði sem ég hef alltaf leitað að. Það er eitt að vera ofsalega glaður, annað að hafa frið í sálinni og vera ekki hræddur,“ segir hún í viðtalinu.

Þó Helga sé í dag barnlaus og sátt við sína stöðu þá gerði hún þó nokkrar tilraunir til að verða móðir.  

„Ég hélt aldrei mínum börnum en mig og manninn minn fyrrverandi langaði mikið að eignast barn saman. Ég varð oft barnshafandi en missti alltaf fóstrin þó ekkert hafi fundist að mér sem orsakaði það. Þetta var mikið sorgarferli en við höfum öll okkar sorg að díla við.“

Helga segist hafa reynt nokkrar glasafrjóvganir eftir sambandsslitin en hafi svo loks ákveðið að nóg væri komið og segir m.a að stundum verði maður að átta sig á að eitthvað sé fullreynt. 

Helga Braga Jónsdóttir.
Helga Braga Jónsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál