Mætti á einkaþotu í 50 ára afmælið

Björgólfur Thor Björgólfsson hélt upp á 50 ára afmæli sitt …
Björgólfur Thor Björgólfsson hélt upp á 50 ára afmæli sitt í Miami. mbl.is/RAX

Björgólfur Thor Björgólfsson fagnaði 50 ára afmæli sínu 19. mars síðastliðinn. Af því tilefni bauð hann nokkrum vel völdum vinum til Miami á Flórída á dögunum þar sem þeir skemmtu sér saman í sólarhring.

Það vakti athygli að Björgólfur nýtti sér ekki almenningssamgöngur heldur mætti á einkaþotu í afmælisveislu sína sem var haldin fyrir hans nánustu vini. 

Björgólfur hefur áður haldið upp á afmæli sitt með stæl því árið 2007 varð hann 40 ára og þá bauð hann 250 manns til Jamaíka þar sem rapparinn 50 Cent hélt uppi stuðinu. 

„Á fer­tugsaf­mæli mínu í mars 2007 sat ég á toppi heims­ins og aðeins 250 manns í hon­um voru rík­ari en ég. Ég lánaði for­set­um þot­urn­a mín­a, um­gekkst Hollywood-stjörn­ur og fjöl­miðlamó­gúla og var fræg­ur á Íslandi sem fyrsti millj­arðamær­ing­ur lands­ins,“ rit­ar Björgólf­ur Thor í nýrri bók sinni.

Til þess að fagna þess­um áfanga stakk eig­in­kona hans, Krist­ín Ólafs­dótt­ir, upp á því að njóta dags­ins með vin­um og fjöl­skyldumeðlim­um sem höfðu hjálpað hon­um að kom­ast á þenn­an stað. Þegar sú hug­mynd hafði grafið um sig voru tak­mörk­in eng­in. Þannig hefst lýs­ing Björgólfs á hinu mar­grómaða fer­tugsaf­mæli á Jamaíka. 

Ein­ung­is fyrsta far­rými

Þau áttu góðar minn­ing­ar frá eyj­unni og ákváðu því að halda veisl­una þar. „Við feng­um líka þá brjáluðu hug­mynd að hafa þetta sem óvænta veislu – fyr­ir gest­ina í staðinn fyr­ir af­mæl­is­strák­inn,“ seg­ir hann. Þau leigðu Boeing 767-þotu sem ein­ung­is var búin fyrsta far­rými og sóttu gest­ina á tveim­ur stöðum – í Reykja­vík og London. Það eina sem þeir vissu var að farið yrði á fimmtu­degi og komið heim á mánu­dags­morgni. Þá var ekki boðið upp á áfengi í vél­inni til þess að veislu­gest­irn­ir yrðu full­ir orku þegar á áfangastaðinn væri komið.  All­ir í vél­inni voru góðir vin­ir þeirra og seg­ir Björgólf­ur að flest­ir þeirra hefðu aldrei haft efni á að gera neitt sem þetta sjálf­ir.



Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál