Listræn og kynþokkafull

Íslendingar eru bæði skapandi og fallegir upp til hópa.
Íslendingar eru bæði skapandi og fallegir upp til hópa. mynd/samsett

Það er oft talað um að Íslendingar beri af í fegurð, enda hefur okkur gengið einstaklega vel í fegurðarsamkeppnum miðað við höfðatölu. Útlendingar hafa það líka oft á orði að það sé einhver einstakur sköpunarkraftur sem einkennir íslenskt listafólk.

Smartland tók því saman tíu listamenn sem bera af sér sérlega góðan sjarma. 

Arnmundur Ernst Backman

Arnmundur er að gera það gott í Þjóðleikhúsinu og fékk meðal annars tvær tilnefningar til Grímuverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Djöflaeyjunni. 

Arnmundur Ernst Backman.
Arnmundur Ernst Backman. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Guðmundur Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar sló í gegn í vetur þegar mynd hans Hjartasteinn sópaði að sér verðlaunum um allan heim. 

Guðmundur Arnar Guðmundsson.
Guðmundur Arnar Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halldór Armand

Halldór hefur nú þegar gefið út bækurnar Vince Vaughn í skýjunum og Drón og er líklega með nýja í bígerð en hann situr gjarnan með tölvuna á Te og kaffi í Kringlunni. 

Helgi Björnsson 

Helgi er gamall refur sem hefur ekkert fyrir því að heilla fólk upp úr skónum hvort sem það er á tónleikum, í sjónvarpi eða uppi á leiksviði. 

Helgi Björnsson.
Helgi Björnsson. mbl.is/Styrmir Kári

Jökull Júlíusson

Jökull hefur gert það gott með hljómsveit sinni Kaleo undanfarin misseri. Hljómsveitin er bókuð langt fram í tímann og á söngvarinn og lagasmiðurinn marga aðdáendur. 

Jökull ber að ofan með gítar með hljómsveitarfélögum sínum.
Jökull ber að ofan með gítar með hljómsveitarfélögum sínum. Ljósmynd / Hilmar Gunnars

Aldís Amah Hamilton

Aldís er nýútskrifuð leikkona en hefur vakið verðskuldaða athygli á fjölum Þjóðleikhússins og í sjónvarpsþáttunum Föngum. 

Aldís Amah Hamilton.
Aldís Amah Hamilton. mynd/samsett frá Þjóðleikhúsinu

Ágústa Sveinsdóttir

Ágústa hannar ekki bara fallega skargripi heldur fór hún líka fyrir átakinu konur í karlastörfum sem vakti mikla athygli í vetur. 

Ágústa Sveinsdóttir.
Ágústa Sveinsdóttir. mbl.id/Sigurður Bogi Sævarsson

Elma Stefanía Ágústsdóttir

Elma Stefanía sýndi ekki bara góða takta í leikhúsinu í vetur heldur fengu íslenskir kvikmyndaáhorfendur að njóta hæfileika hennar á hvíta tjaldinu í Ég man þig. 

Elma Stefanía Ágústsdóttir.
Elma Stefanía Ágústsdóttir. Árni Sæberg

Salka Sól Eyfeld

Salka hélt áfram að heilla landann í vetur með söng sínum. Auk þess vann keppandi hennar Voice-keppnina. 

Salka Sól Eyfeld.
Salka Sól Eyfeld. mbl.is/Styrmir Kári

Selma Björnsdóttir

Selma er ein af þessum konum sem virðast gera allt vel sem þær taka sér fyrir hendur. Ekki nóg með að vera með stórkostlega söngrödd heldur leikstýrir hún á stóra sviði Þjóðleikhússins. 

Selma Björnsdóttir.
Selma Björnsdóttir. Ljósmynd/MAN
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál