„Fyrirkomulag jarðarfarar Filippusar prins var gert opinbert síðastliðinn laugardag. Allt skipulag var þó tilbúið fyrir löngu, en vegna Covid þurfti að laga skipulagið að núverandi sóttvarnareglum í Bretlandi. Filippus sjálfur kom mikið að skipulagi sinnar eigin jarðarfarar, en má þá helst nefna líkbílinn sem mun flytja hann í St. George-kapelluna í Windsor. Er það sérstakur Land Rover sem Filippus hjálpaði til við að hanna fyrir jarðarförina,“ segir Guðný Ósk Laxdal, sérfræðingur í bresku konungsfjölskyldunni, í nýjum pistli á Smartlandi:
Jarðarförin mun fara fram laugardaginn 17. apríl kl. 15 (kl. 14 að íslenskum tíma). Almenningi verður meinaður aðgangur vegna Covid, en sýnt verður beint frá athöfninni. Athöfnin mun byrja á einnar mínútu þögn um allt Bretland. Áður en athöfnin hefst munu börn hans og barnabörn ganga á eftir líkbílnum, allir nema Elísabet sjálf. Filippus mun verða færður til hvíldar í konunglegu hvelfingunni í St. George-kapellunni, sem er sama kapella og Harry og Meghan giftu sig í, og Eugenie og Jack Brooksbank.
Samkvæmt núgildandi sóttvarnareglum mega 30 koma saman í Bretlandi í jarðarförum. Hefur verið gefið út að öll börn hans og barnabörn muni verða viðstödd, ásamt mökum. Að undanskilinni hertogaynjunni af Sussex, en hún fékk ekki leyfi hjá lækni til að ferðast. Hún á von á barni í sumar og býr í Bandaríkjunum. Harry fer því án konu sinnar í jarðarförina og fer í sóttkví fyrir laugardaginn, þar sem um er að ræða jarðarför fær hann undantekningu og getur farið í 5 daga sóttkví en ekki 10 daga.
Ásamt nánustu fjölskyldu er ekki von á að neitt af barnabarnabörnunum verði viðstödd þar sem mörg þeirra eru mjög ung. Boris Johnson hefur tilkynnt að hann muni ekki mæta til að fleiri ættingjar geti verið viðstaddir.
Gestalistinn er ekki staðfestur en búist er við að hann muni líta svona út:
Einnig munu frændsystkini Elísabetar verða viðstödd en það eru:
Samtals telur þetta 29 gesti, en ásamt þessum ættingjum mun einkaritari Filippusar einnig verða viðstaddur athöfnina en það er Brigadier Archie Miller-Bakewell. Er þá talan komin upp í 30.