Félagsmálastjóri hannar óléttuboli

Bumbubolir frá Bomm.is.
Bumbubolir frá Bomm.is.

Vefsíðan Bomm.is kom í heiminn 11.11.11. Þá var vefverslun Hildar Jakobínu Gísladóttur ýtt úr vör en þar selur hún meðal annars boli og framlengingar fyrir ófrískar konur.

„Ég var lengi búin að ganga með þetta fyrirtæki í maganum,“ segir Hildur en bolina lét hún hanna fyrir sig í Kína og prenta á þá hér á landi. „Auðvitað stendur „Bomm“ á bolunum en líka „Í vinnslu“ og „Ekki snerta“, því að margar konur kæra sig ekkert um að fólk þreifi á bumbunum þeirra. Svo eru líka til bolir sem eru ekki með neinni áletrun.“

Hildur er félagsmálastjóri Stranda- og Reykhólahrepps. Vefverslunin er aukageta.

„Það er í bígerð að auka úrvalið og fjölga vörum. Þarna verða ýmsar vörur á boðstólum fyrir ófrískar konur og sem snerta meðgöngu og ungbörn á einhvern hátt.“

Um er að ræða klæðnað, snyrtivörur, bækur og fleira. Þarna er líka að finna blöðrur sem eru upplögð fæðingargjöf, bláar blöðrur sem á stendur drengur og bleikar blöðrur sem á stendur stúlka. Skemmtilegt er að setja þær 6 saman uppblásnar fyrir utan hús þar sem barn hefur fæðst. Þannig vita nágrannar og aðrir að þar hafi fæðst barn og fólk veit líka hvors kyns barnið er.

„Þetta er langþráður draumur sem hefur ræst,“ segir Hildur. „Mér fannst upplagt að opna vefverslunina 11.11.11. Sá dagur var upphafið að svo mörgu góðu eins og maður sá í fréttunum, barnsfæðingum og brúðkaupum til að mynda. Ég vona að þetta gangi vel.“

Í fyrirtækjaskráningunni var henni vel tekið þegar hún skráði fyrirtækið sitt Bomm.

„Þeir höfðu ekki í langan tíma skráð skemmtilegra heiti sögðu þeir.“

Hildur heldur líka út vefsíðunni Meðganga.is og svo er hún upphafsmaður stuðningssamtakanna Litlir englar fyrir mæður og pör sem missa barn á meðgöngunni en þau eru líka með síðu á vefnum, Litlirenglar.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál