H&M vill ráða fleiri íslenska hönnuði

Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og lektor fatahönnunardeildarinnar.
Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og lektor fatahönnunardeildarinnar.

Starfsmannastjóri sænska móðurskipsins H&M, Beata Aurell, verður viðstaddur útskriftarsýningu fatahönnunarnema Listaháskóla Íslands sem fram fer á morgun. Linda Björg Árnadóttir lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands segir að tveir nemendur skólans hafi fengið starf og greinilega staðið sig vel og því vilji fyrirtækið skoða fleiri hönnuði.

Fatahönnunardeild Listaháskólans tekur þátt í atburði á tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem heitir Designers Nest. Þangað senda útvaldir fatahönnunarskólar á Norðurlöndum 3 útskriftarnemendur tvisvar á ári og nemendur sýna þar verk sín. Starfsmannastjóri H&M hitti þar íslenska nemendur fyrir um 3 árum og í framhaldinu bauð einhverjum í viðtal. H&M réði svo Gígju Ísis Guðjónsdóttur úr þeim hópi. Í framhaldinu þá hafði ég sambandi við hana Beata Aurell og bauð henni að koma á sýninguna okkar og sendi henni portfólíur allra nemenda sem útskrifuðust árið eftir. Þá réði hún úr þeim hópi Steinunni Hrólfsdóttur. Hún er greinilega ánægð með þessa 2 starfskrafta því hún er að koma núna í annað skiptið á útskriftarsýningu,“ segir Linda Björg.

Eru miklar líkur á að íslenskur hönnuður fái vinnu hjá sænska móðurskipinu?

„Það er augljóst mál að þau eru alltaf að leita að fólki. Það eru að ég held um 200 hönnuðir sem starfa hjá þeim. Þá vantar að ráða hönnuði og við erum að búa þá til.“

Hvað þarf góður fatahönnuður að hafa til brunns að bera?

„Góður hönnuður þarf að hafa margt til að bera, góðan skilning á tísku, góðan smekk og hæfileika, geta komið frá sér hugmyndum á skilmerkilegan hátt, skilja hvernig föt eru búin til, framleiðsluferlið og markaðinn þarna úti. Í þessum viðtölum H&M er ljóst að þau leggja mikið uppúr karakter og eru að leita að fólki sem er með lappirnar á jörðinni og skilur stóru myndina og tekur ábyrgð,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál