Tekur þú hælaskó fram yfir kynlíf?

Það er ekki leiðinlegt að kaupa nýja hælaskó.
Það er ekki leiðinlegt að kaupa nýja hælaskó. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ein af hverjum fimm konum viðurkennir að nýir hælaskór gera meira fyrir hana en kærasti hennar og ein af hverjum sex konum segir það sama um eiginmann sinn, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar.

Auk þess sagðist helmingur þeirra kvenna sem tóku þátt í könnuninni, sem var haldið út af vefsíðunni ShoeBuy, ekki segja satt - þegar þær voru spurðar hvað hælaskórnir kostuðu.

Flestar konur eru heldur ekkert sérstaklega ánægðar með að kaupa eftirlíkingar af hælaskóm, en 82 prósent viðurkenndu að eiga par af skóm sem væri eftirlíking.

Í könnuninni, sem 1.000 konur á aldrinum 35-44 ára tóku þátt í, kom einnig í ljós að skóbúnaður er funheitt umræðuefni hjá konum.

Samkvæmt heimildum Daily Mail viðurkenndi helmingur aðspurðra að hafa dæmt einhvern eingöngu út af skónum – og konurnar voru jafn líklegar til að gefa skónum góða eða slæma dóma, en það fór eftir gæðum skónna.

Margir muna eflaust eftir Sex and the City-persónunni Carrie Bradshaw, sem var skósjúk, en hún sagði: „Ég þekki kannski ekki karlmenn, en skó, ég þekki góða skó.“

Leikkonan og íkonið Marilyn Monroe var einnig skósjúk, en hún vildi meina að ef kona fengi rétta skó gæti hún sigrað heiminn.

Skóhönnuðurinn Christian Louboutin sagði einnig eitt sinn: „Kona getur haldið á tösku en það eru skórnir sem halda á konunni.“

Hin almenna ameríska kona á 17 pör af skóm en viðurkennir að nota aðeins þrjú pör reglulega.

Niðurstöður könnunarinnar leiða einnig í ljós að ein af hverjum fjórum konum neitar að hætta að ganga á hælum, sama hversu óþægilegir þeir eru.

Fantaflottir skór frá Alexandre Vauthier.
Fantaflottir skór frá Alexandre Vauthier. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda