Stjörnurnar elskuðu kjólana hans

Amal Alamuddin mannréttindalögfræðingur giftist George Clooney á dögunum í Oscar …
Amal Alamuddin mannréttindalögfræðingur giftist George Clooney á dögunum í Oscar de la Renta. mbl.is/AFP

Oscar de la Renta féll frá í gærkvöldi 82 ára að aldri. Eitt af hans síðustu verkum var að hanna brúðarkjól Alamuddin sem giftist Clooney á dögunum.

Kjólarnir hans hafa í gegnum tíðina verið tíðir gestir á rauða dreglinum og hafa frægustu konur heims ekki þreyst á því að klæðast kjólunum hans. Elegansinn var aldrei langt undan og íburðurinn var oft og tíðum ákaflega mikill þegar kom að kjólahönnun hans.

Oscar de la Renta var fæddur 22. júlí 1932 í Santo Domingo en flutti síðar til Bandaríkjanna þar sem hann átti eftir að slá í gegn sem hönnuður. Áður en hann stofnaði sitt eigið tískuhús vann hann fyrir Cristóbal Balenciaga og Antonio del Castillo en heimsfrægðin bankaði uppá í kringum 1960 þegar forsetafrúin Jackie Kennedy tók ástfóstri við hönnun hans.

Oscar de la Renta kom víða við á ferli sínum. Hann starfaði fyrir Dior og Arden og á árunum 1993-2002 starfaði hann sem hönnuður hjá Balmain.

Oscar de la Renta hannaði ekki bara föt heldur setti 1977 á markað ilmvatnið OSCAR. Árið 2001 kynnti hann nýja fylgihlutalínu og ári síðar setti hann heimilislínu á markað.

Beyoncé klæddist Oscar de la Renta í Vogue 2014.
Beyoncé klæddist Oscar de la Renta í Vogue 2014.
Jackie Kennedy í Oscar de la Renta kjól árið 1960.
Jackie Kennedy í Oscar de la Renta kjól árið 1960. mbl.is/AFP
Með Audrey Hepburn árið 1988.
Með Audrey Hepburn árið 1988. mbl.is/AFP
Díana prinsessa í kjól frá Oscar de la Renta 1990.
Díana prinsessa í kjól frá Oscar de la Renta 1990. mbl.is/AFP
Carrie Bradshaw í þáttunum Beðmál í borginni er hér í …
Carrie Bradshaw í þáttunum Beðmál í borginni er hér í Oscar de la Renta kjól árið 2006.
Cameron Diaz á Óskarnum 2010 í kjól frá Oscar de …
Cameron Diaz á Óskarnum 2010 í kjól frá Oscar de la Renta. mbl.is/AFP
Amy Adams á Óskarnum 2013 í kjól frá Oscar de …
Amy Adams á Óskarnum 2013 í kjól frá Oscar de la Renta. mbl.is/AFP
Taylor Swift í Oscar de la Renta á MET Gala …
Taylor Swift í Oscar de la Renta á MET Gala 2014. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál