Í flegnu niður að nafla á rauða dreglinum

Jessie J á MOBO verðlaunahátíðinni í London.
Jessie J á MOBO verðlaunahátíðinni í London. AFP

Á miðvikudaginn var MOBO-verðlaunahátíðin haldin í London og flykktust helstu tónlistarmenn Bretlands á rauða dregilinn til að fagna því. Söngkonan Jessie J. vakti töluverða athygli á hátíðinni en hún klæddist gylltum samfestingi sem var fleginn niður að nafla.

Jessie J. minnti óneitanlega á Jennifer Lopez í þessum galla en mörgum er eflaust minnisstætt þegar Lopez mætti í grænum flegnum kjól frá Versace á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2000. Kjóllinn var svo fleginn að nafli Lopez var sýnilegur.

Ekki er ljóst hvaðan samfestingur Jessie J. kemur en áhugaverður er hann.

Jessie J mætti í þessum fína samfesting á rauða dregilinn.
Jessie J mætti í þessum fína samfesting á rauða dregilinn. AFP
Nicole Scherzinger lét sig ekki vanta á MOBO hátíðina.
Nicole Scherzinger lét sig ekki vanta á MOBO hátíðina. AFP
Mel B og spúsi hennar.
Mel B og spúsi hennar. AFP
Muna ekki allir eftir Eve?
Muna ekki allir eftir Eve? AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál