Bílaframleiðandinn Land Rover tók vel á móti erlendum blaðamönnum þegar þeir komu hingað til lands til að kynnast nýjum Land Rover Discovery. Hver einasti blaðamaður fékk 80 þúsund króna úlpu frá 66°Norður.
„Land Rover færði öllum blaðamönnum sem komu víðs vegar að úr heiminum til þess að reynsluaka jeppanum hér á landi, úlpu frá íslenska fataframleiðandanum 66°Norður að gjöf. Um var að ræða Þórsmörk Parka sem er með veglegustu úlpum frá 66°Norður. Blaðamenn voru að vonum hæstánægðir með jeppann sem og úlpurnar sem hafa komið sér vel í vetrarveðrinu undanfarið,“ segir í tilkynningu.
Þórsmörk Parka úlpan er dýrasta úlpan sem fyrirtækið framleiðir og kostar stykkið um 80.000 kr.