Fallegt úr er stöðutákn

Magnús Michelsen.
Magnús Michelsen. mbl.is/Styrmir Kári

Í kringum 1970 flæddu japönsk quartz-úr yfir markaðinn og margir spáðu að svissnesku handverki á þessu sviði væri þar með sjálfhætt. Sama sögðu svartsýnismenn þegar nettir farsímar urðu almannaeign rétt fyrir síðustu aldamót. Nú eru það snjallúrin sem sumir telja vönduðum armbandsúrum helstu ógnina en Magnús hefur ekki miklar áhyggjur af því að herrarnir hætti að ganga með vönduð armbandsúr. Ástæðan er einföld.

„Af því armbandsúr er stöðutákn. Snjallúrin eru ekki ógn, frekar held ég að þetta séu tveir flokkar sem geta auðveldlega lifað saman. Ef eitthvað er þá bæta þeir hvor annan upp og ég gæti trúað að snjallúrin auki sölu á armbandsúrum ef eitthvað er. Þau gera ekki annað en að auka vitund herranna um að það er gaman að hafa eitthvað fallegt á úlnliðnum.“

Nettari úr núna í tísku

Á síðasta áratug voru hlemmstór herraúr ríkjandi með mörgum smærri skífum á þeirri stóru, svokölluð „chronograph“-úr. Sú bylgja hefur heldur gengið til baka og karlmenn kjósa heldur einfaldari úr um þessar mundir, að sögn Magnúsar. „Þykku hlunkarnir eru að ganga til baka, það er rétt. Við erum ekki að sjá mikið af strákum með úr í stærðinni 45-55 millimetra í þvermál. Engu að síður eru úrin heldur stærri en áður og þá erum við að tala um 40-42 millimetra, sem er mjög fín stærð fyrir flesta. Sjálfur er ég með frekar litlar hendur og mjög granna úlnliði. Ég ber 42 millimetra nokkuð vel,“ bætir Magnús við. „En ég myndi ekki einu sinni íhuga 48 millimetrana,“ segir hann og hlær við.

Magnús útskýrir að kringlótt úr séu ráðandi formið og muni alltaf verða það, þó endrum og sinnum verði ferköntuð úr vinsæl. Svartar skífur eru vinsælastar hjá strákunum, þar á eftir silfurlitaðar og hvítar, og svo hefur blár verið gríðarlega vinsæll litur síðustu tvö árin eða svo. Á það bæði við um tískuúr og svo hjá „stóru strákunum“ á borð við Rolex og Patek Philippe.

Daniel Wellington er mættur

Í fyrra kom svo Daniel Wellington inn á markaðinn hér á landi með algerri sprengingu, bendir Magnús á.

„Þetta eru mjög stílhrein og einföld úr, tveggja vísa og ekki með dagatali. Þau eru fáanleg í stáli og rauðagulli og það sem þeir hafa gert að sínu eru nylon-ólarnar, einnig kallað nato-straps. Þeir bjóða upp á 15 mismunandi ólar svo allir finna eitthvað við sitt hæfi. Þau eru líka á mjög hagstæðu verði, á bilinu 20-33 þúsund, sem spillir ekki fyrir. Annars skiptir ekki máli hvort um er að ræða Casio-úr fyrir fimmþúsundkall eða annað. Aðalatriðið er að koma úri á handlegginn hjá herrunum.“

Takið mark á Magnúsi, strákar.

Rolex stendur alltaf fyrir sínu.
Rolex stendur alltaf fyrir sínu. mbl.is/Styrmir Kári
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál