Hannaði búningana út frá ljóðum

Hildur Yeoman að vinna að búningum fyrir verkið Svartar fjaðrir.
Hildur Yeoman að vinna að búningum fyrir verkið Svartar fjaðrir.

Hönnuðurinn Hildur Yeoman sér um búningana í nýju dansleikhúsverki og henni var gert að vinna út frá ljóðum Davíðs Stefánssonar. „Hildur fékk sem sagt það verkefni að byggja búningana út frá ákveðnum ljóðum,“ segir Sigríður Soffía Níelsdóttir, höfundur verksins Svartar fjaðrir. 

Sigríður Soffía vann sjálf út frá lögmálum ljóðlistarinnar við gerð verksins. „Sum ljóðin í sýningunni verða eingöngu túlkuð í dansi, þannig að texta verður breytt í hreyfingu, en önnur verða lesin og leikin,“ segir Sigríður í lýsingu á verkinu.

„Við erum líka að gera alla búninga frá grunni. Það er mjög gaman, við erum ekki að fá neitt lánað,“ segir Hildur sem notar efnivið úr öllum áttum í búninga sína. „Ég var nú að pæla í að nota vídeóspólur um daginn,“ segir Hildur sem þurfti að hætta við þá pælingu vegna þess að aðrir sem koma að verkinu óttuðust að filmurnar væru eldfimar.

Svartar fjaðrir er opnunarsviðsverk Listahátíðar í Reykjavík og verður  frumsýning á Stóra sviðinu 13. maí.

Dansarinn Hannes Egilsson prófar búning Hildar Yeoman.
Dansarinn Hannes Egilsson prófar búning Hildar Yeoman.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál