Balmain hannar línu fyrir H&M

Fyrsta sýnishornið úr Balmain línunni.
Fyrsta sýnishornið úr Balmain línunni.

Franska tískuhúsið Balmain mun verða gestamerki í H&M næsta vetur en línan er væntanleg 5. nóvember. Gestahönnuðir H&M hafa alltaf vakið athygli og hafa línurnar þótt vel heppnaðar í flestum tilfellum. Sænska móðurskipinu hefur tekist, með þessum frægu gestahönnuðum, að búa til múgæsing og hanna þannig stemningu að fólk megi hreinlega ekki missa af flík úr línunni.

Balmain er eitt frægasta tískuhús Frakklands og hafa stjörnurnar keppst við að klæðast fötum frá merkinu. Þær hafa ekki eingöngu klæðst fötum heldur hafa fylgihlutirnir frá Balmain þótt ansi heillandi. Á dögunum fjallaði Smartland Mörtu Maríu um hárlengingarnar frá Balmain sem þykja sérlega vandaðar og eðlilegar.

Sniðin hjá Balmain þekkjast yfirleitt langar leiðir. Kantaðar axlir og skreytingar hafa sína sérstöðu og því verður spennandi að sjá hvernig tekst til þegar dýrðin lendir í H&M. Smartland Mörtu Maríu mun að sjálfsögðu birta myndir úr línunni um leið og þær berast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál