Hálf milljón eða 10.000 krónur?

Taylor Swift klæddist samfesting frá Balmain en því var haldið …
Taylor Swift klæddist samfesting frá Balmain en því var haldið fram á heimasíðu Nasty Gal að samfestingurinn kæmi úr vefverslun Nasty Gal. AFP/ Instagram@nastygal

Söngkonan Taylor Swift klæddist hvítum samfesting á Billboard Music Awards-hátíðinni um helgina. Samfestingurinn vakti mikla athygli en olli líka töluverðu fjaðrafoki vegna þess að hönnuðir vefverslunarinnar Nasty Gal fullyrtu að þeir bæru ábyrgð á hönnuninni en það reyndist ósatt.

Samfestingur Swift kom í raun og veru frá tískuhúsi Balmain en Olivier Rousteing er yfirhönnuður þar.

Á meðan á Billboard-hátíðinni stóð birtist færsla á heimasíðu Nasty Gal. Í færslunni stóð að samfestingur Swift væri frá þeim. Samfestingurinn seldist upp stuttu seinna. En ekki leið að löngu þar til athugasemdum fór að rigna inn á síðuna þar sem fólk benti á að samfestingurinn væri frá Balmain og að hönnun Nasty Gal væri stolin. Færslunni var þá eytt.

Góð auglýsing fyrir Balmain?

Í kjölfar þessa máls hefur mikil umræða skapast um höfundarrétt. Einhverjir vilja meina að það sé ósanngjarnt að eigendur Nasty Gal hagnist á því að stela hönnun en aðrir vilja meina að þetta hafi bara verið góð auglýsing fyrir Balmain.

Þess má geta að samfestingurinn frá Nasty Gal kostar 10.300 krónur en samfestingar frá Balmain eru að kosta í kringum hálfa milljón króna. Það má þó gera ráð fyrir að umræddur samfestingur frá Balmain kosti mun meira en hálfa milljón því hann er þakinn ótal agnarsmáum glitrandi perlum.

Samfestingurinn seldist upp í hvítu en er fáanlegur í svörtu.
Samfestingurinn seldist upp í hvítu en er fáanlegur í svörtu. nastygal.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál