Framleiðir ekki föt í L heldur XM

Katla Hreiðarsdóttir hönnuður Volcano Design.
Katla Hreiðarsdóttir hönnuður Volcano Design.

Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður í Volcano Design var orðin þreytt á of litlum númerum og ákvað að breyta stærðunum hjá sér.

„Þegar ég byrjaði með Volcano Design ákvað ég að hanna flíkur á konur eins og mig. Ekkert endilega grennsta dama landsins en heldur ekki sú stærsta og mér fannst ég bara ekki eiga að heita „large“ í fatastærðum. Ég var að nota stærð 40/42 og átti að titla mig „stóra“. Ég var bara ósköp venjuleg stelpa: „stór“ og hvað þá „extra stór“ var ekki að henta mér,“ segir Katla á bloggsíðu sinni.

„Því ákvað ég að taka málin í eigin hendur og búa til nýjar stærðir sem að ég vildi. Ég hugsaði bara „ég á þetta og má þetta og ræð þessu og hananú“! Þetta er náttúrlega ekkert nema minn eigin hégómi en fjandakornið, ég læt ekki einhvern annan ákveða hvort að ég sé „stór eða extra-stór“! Svo að úr var að ég, áður stór stelpa.. var orðin „lítil“ eða small og leið bara ansi vel með það.“

Katla segir að „small“ hafi aðeins rokkað hjá þeim.

„Hún er til dæmis kannski aðeins stærri en hún var þarna í byrjun, fyrir utan leggingsbuxurnar þær eru alltaf eins. Við tókum þetta svo skrefinu lengra fyrir sirka tveimur árum þegar við útrýmdum stærð „Large“ algjörlega úr okkar framleiðslu og komum með stærð XM, jább sérgerðir miðar og allt!.

Svona eru stærðirnar í Volcano Design.

XS (36/38-40)

S (40/42 -44)

M (42/44-46/48)

XM 46/48-50)

„Kannski er ég bara að gera það sama og Frakkar, þeir eru með frekar litlar stærðir enda franskar konur almennt frekar smágerðar eða svangar. Ég vildi því einfaldlega gera „íslenskari stærðir“, örlítið stærri, valkyrjustærðir, fyrir konur sem eru hærri og með lengri útlimi.“

Vitið þið, þetta skiptir auðvitað bara alls ekki nokkru máli. Við þurfum einfaldlega að merkja stærðirnar svo að við vitum hvað við eigum að sauma, hvað vantar inn í lagerinn okkar og til að auðvelda kúnnanum að velja rétta stærð. Þær gætu alveg eins heitið: Fínleg, Æðisleg, Girnileg og Guðdómleg.

„Bottom lænið“ (til að sletta svolítið) er að ef okkur líður vel í eigin skinni þá á ekki að skipta nokkru máli hvað stendur á miðanum í fötunum okkar. Mér finnst það bara skemmtilegra að þar standi að ég sé „lítil“ og geti farið út í daginn án þess að fá móral yfir hádegismatnum heldur en „extra stór“, af því að það er einhver staðall sem að einhver annar en ég ákvað að ég væri!“

Kjóll frá Volcano Design.
Kjóll frá Volcano Design.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál