Jón Kaldal setti sig í fyrirsætustellingar

Jón Kaldal ritstjóri Iceland Magazine sat fyrir hjá Húrra Reykjavík.
Jón Kaldal ritstjóri Iceland Magazine sat fyrir hjá Húrra Reykjavík.

Jón Kaldal, ritstjóri Iceland Magazine og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, er þekktur fyrir fágaðan fatastíl. Þeir sem þekkja hann vita að hann hefur næmt auga fyrir fatasamsetningum og mikinn áhuga á vandaðri og góðri hönnun. Í vetur var hann beðinn um að sitja fyrir hjá herrafataversluninni Húrra Reykjavík og eins og sést á myndunum er eins og hann hafi aldrei gert neitt annað.

Í samtali við Smartland Mörtu Maríu sagðist Jón ekki hafa getað skorast undan þessari myndatöku.

„Ég sagði já vegna þess að ég styð verslun í minni heimabyggð,“ segir hann en verslunin er við Hverfisgötu í Reykjavík en Jón hefur búið í 101 nánast öll sín fullorðinsár.

„Svo eru þeir Þróttarar eins og góðir drengir,“ segir hann.

Þegar hann segir þeir, er hann að tala um þá Sindra Snæ Jónsson og Jón Davíð Davíðsson sem reka verslunina.

Búðin er mjög fín hjá þeim. Gaman að geta hjálpað til við verkefni sem menn eru í af lífi og sál eins og þeir félagar svo sannarlega eru.“




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál