Brynja Norðfjörð lætur draumana rætast á Tenerife

Brynja Norðfjörð skartar hér Versace buxum af móður sinni sem …
Brynja Norðfjörð skartar hér Versace buxum af móður sinni sem keyptar voru á Miami 1995.

Brynja Norðfjörð ákvað að taka U-beygju í lífinu og flytja úr kuldanum á Íslandi yfir í sólina á Tenerife. „Ég flutti til Tenerife í febrúar, ótrúlegt en satt þá fékk ég martröð í desember sem vakti mig til lífsins. Á sex vikum var ég búin að láta drauminn rætast og umturna lífi mínu. Ég var í góðri féló íbúð og það var allt í góðu þannig séð. Ég var bara svo óhamingjusöm innst inni og það vantaði eitthvað. Í martröðinni sem ég fékk var ég að deyja og sagði allt sem ég hafði læst inni í hjarta mínu og það sat svo í mér að ég fór 180 gráður í aðra átt,“ segir Brynja.

Hún segist trúa því að hver sé sinnar gæfu smiður og hún segir jafnframt að hún trúi á mátt The Secret.

„Á mettíma pakkaði ég niður dótinu mínu og gaf meira en helminginn af búslóðinni minni og fötunum mínum. Ég keypti flugmiða fyrir alla í fjölskyldunni og hafði það markmið að vera búin að gera allt á þessum sex vikum. Allir í kringum mig sögðu að ég væri geðveik að taka svona áhættu en ég er búin að hoppa út í djúpu laugina og trúi á The Secret. Að sjá hvar ég er í dag er sönnun,“ segir hún og hlær.

„Í dag má ég bara vera ég. Ég er alger tískudíva og í dag afla ég tekna út á það en ég er að vinna að verkefni fyrir stórt fyrirtæki sem ég mun segja frá síðar. Það mun ekki fara framhjá neinum,“ segir hún.

Brynja er mjög hrifin af ítalska tískumerkinu Versace og á myndunum skartar hún buxum sem móðir hennar keypti á Miami fyrir um 20 árum. Móðir hennar heitir Íris Hera og rekur veitingastaðinn Kryddlegin hjörtu. Áður en Brynja flutti til Tenerife vann hún með móður sinni.

„Við bjuggum í Miami frá 1994-1996 og mamma keypti þær í Versace-búðinni þá 1995 og hefur geymt þær til að gefa mér. Mamma gaf mér þær fyrir svona 10 árum og var alltaf að reyna að troða mér í þær. Það gekk nú ekki of vel því mér fannst þær allt of uppháar. Mér datt ekki í hug að vera í þeim þá en fannst þær sjúkar þannig að ég hef passað þvílíkt upp á þær,“ segir Brynja. Svona buxur eru ekki gefins í dag og voru það heldur ekki fyrir 20 árum, en þær kostuðu um 400 dollara á sínum tíma, sem þótti mjög mikið.

Spurð um Versace-lúkkið segir Brynja að það sé algerlega klassískt.

„Það er klassískt og á alltaf við. Versace hefur alltaf verið minn uppáhaldshönnuður,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál