Komin aftur í sölu eftir um fimm áratugi

Kápan kemur í takmörkuðu upplagi.
Kápan kemur í takmörkuðu upplagi.

„Þetta er ný kápa en samt ekki alveg ný,“ segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri hjá 66° Norður, um kápu sem kom nýverið aftur á markað. „Þetta er kápa sem fyrirtækið framleiddi fyrir nokkrum áratugum, í kringum 1960.“

„Okkur barst kápan frá aðila sem átti hana og vildi endilega sýna okkur þessa flottu flík. Við fáum reglulega til okkar gamlar flíkur sem við höfum hannað og frameitt í gegnum tíðina en þessa kápu ákváðum við að framleiða aftur í nákvæmlega sama sniði. Núna er hún komin í verslanir í takmörkuðu upplagi.“

„66° Norður hóf að framleiða sjófatnað árið 1926 og þegar leið á fór fyrirtækið einnig að framleiða almennan útivistarfatnað fyrir íslenskar aðstæður. Þetta er því flík sem þróaðist út frá sjóstakknum. Hún er meðal fyrstu flíkanna frá 66° Norður sem er ekki hefðbundinn vinnu- og sjófatnaður,“ útskýrir Fannar að lokum.

Þetta snið var vinsælt í kringum sjöunda áratug seinustu aldar.
Þetta snið var vinsælt í kringum sjöunda áratug seinustu aldar.
Um afar smart snið er að ræða.
Um afar smart snið er að ræða.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál