Gigi Hadid er nýtt andlit Topshop

Fyrstu myndirnar af Hadid fyrir Topshop.
Fyrstu myndirnar af Hadid fyrir Topshop. Ljósmynd/Tyrone le Bon

Topshop hefur nú tilkynnt fyrirsætuna Gigi Hadid sem nýtt andlit fyrirtækisins fyrir haustið og veturinn 2015. Það er ljósmyndarinn Tyrone le Bon sem myndar línuna en um stíliseringar sér Kate Phelan, listrænn stjórnandi Topshop.

Haustlína Topshop er bland af fjölbreyttum stíl allt frá „sport“ og „grunge“ yfir í dragtir og aðsniðna kjóla.

Hadid er hvað þekktust fyrir framkomu sína í myndbandi við lag Taylor Swift, Bad Blood. Þá er hefur einnig vinátta hennar og fyrirsætunnar Kendall Jenner hjálpað Hadid í bransanum og gert hana afar vinsæla á Instagram. Þá situr Hadid einnig fyrir í nýjustu herferð Balmain ásamt systur sinni, Bellu Hadid.

Hún tekur við af ofurfyrirsætunni Cöru Delevingne sem andlit Topshop en nú hyggst Delevingne einbeita sér að leiklistinni.

Tilkynning Topshop

Sporty lína.
Sporty lína. Ljósmynd/Tyrone le Bon
Dragtir eru vinsælar núna.
Dragtir eru vinsælar núna. Ljósmynd/Tyrone le Bon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál