Alexander Wang hættir hjá Balenciaga

Alexander Wang er að hætta hjá Balenciaga.
Alexander Wang er að hætta hjá Balenciaga. AFP

Hönnuðurinn Alexander Wang mun bráðlega yfirgefa tískuhús Balenciaga eftir að hafa starfað þar sem yfirhönnuður í tæp þrjú ár. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði WWD.

Ráðamenn Kering, móðurfélags Balenciaga, ákváðu nýverið að endurnýja ekki ráðningasamning Wang þannig að seinasta línan sem hann hannar fyrir merkið verður afhjúpuð á tískuvikunni í París sem haldin verður seinna á þessu ári.

Talsmenn Balenciaga og Kering hafa enn ekki tjáð sig um fréttirnar.

Fregnir herma að arftaki Wang verði ekki stórt nafn innan tískugeirans. Kering hefur undanfarið tekið áhættur með ráðningum sínum en í janúar tók Alessandro Michele, aðstoðarmaður Fridu Giannini, við sem listrænn stjórnandi Gucci. Sú ráðning kom mörgum í opna skjöldu. Eins kom ráðning Wang nokkuð á óvart en óvenjuleg þykir að bandaríkjamaður sé yfirhönnuður hjá evrópsku tískuhúsi.

Wang er einn eftirsóttasti hönnuður heims þessa stundina, því verður spennandi að sjá hvaða verkefni hann mun taka sér fyrir hendur á komandi misserum.

Alexander Wang hefur staðið sig vel sem yfirhönnuður Balenciaga.
Alexander Wang hefur staðið sig vel sem yfirhönnuður Balenciaga. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál