Ída Páls fyrirlítur „disco pants“

Ída nýtur lífsins í Svíþjóð.
Ída nýtur lífsins í Svíþjóð. Instagram @idapals

Ída Pálsdóttir er 22 ára gömul og kemur úr Garðabænum. Hún stundar nám við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en í haust er hún á leið í skiptinám til Lundar í Svíþjóð. Ída hefur starfað sem fyrirsæta ásamt því að vinna sem afgreiðsludama í versluninni Spúútnik. Smartland Mörtu Maríu fékk að fræðast um stíl Ídu sem hún lýsir sem „streewear meets vintage“. 

Getur þú lýst þínum fatastíl?

„Frekar misjafn en mikið um strigaskó, stuttermaboli og leðurjakka. „Streetwear meets vintage“.“

Fyrir hverju fellurðu yfirleitt?

„Jökkum, svo á ég allt í einu svona 15 röndótta boli þannig ætli það eigi ekki skilið pláss á þessum lista.“

Ída starfar einnig sem fyrirsæta.
Ída starfar einnig sem fyrirsæta. Instagram @idapals

Hvað er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum sínum?

„Strigaskó, þeir eru búnir að vera mjög áberandi síðustu ár sem gerir það að verkum að það er sjúklega mikið og flott úrval af þeim í dag.“

Hvaða mistök gera konur í klæðaburði?

„Kaupa sér disco pants.“

Hvað dreymir þig um að eignast?

„Hvítan Acne leðurjakka og Adidas x Palace strigaskó.“

Draumaflík Ídu er hvítur leðurjakki frá Acne Studios.
Draumaflík Ídu er hvítur leðurjakki frá Acne Studios.

Hver er nýjasta flíkin í fataskápnum þínum?

„Ég vinn í Spúútnik á Laugaveginum þannig ég er alltaf að skrifa eitthvað á mig þar. Annars var það rándýr Stussy bolur í Stokkhólmi.“

Hvað vantar í fataskápinn þinn?

„Það vantar ekki mikið en mig langar í margt.“

Appelsínugulur fer Ídu vel.
Appelsínugulur fer Ídu vel. Instagram @idapals

Í hvaða myndirðu aldrei fara?

„Disco pants.“

Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum?

„Nei ég er orðin dugleg að losa mig við föt sem ég nota ekki.“

Instagram @idapals

Áttu þér uppáhalds hönnuð?

„Alexander McQueen.“

Er einhver frægur hönnuður eða hönnum ofmetin að þínu mati?

„Nei, nei auðvitað finnst manni ekki allt flott en hönnuðir þurfa að leggja ógeðslega hart að sér til þess að ná árangri í þessum bransa þannig maður getur ekki verið „hater“.“

Instagram @idapals

Ef þú myndir vinna milljón í happdrætti, í hvað myndirðu eyða henni?

„Sniðugast væri að leggja hana inn á bankabók en ég er sjaldan sniðug þannig ég myndi örugglega skella mér til Ástralíu og vera þar þangað til að peningurinn myndi klárast.“

Þeir sem vilja fylgjast með Ídu geta farið inn á heimasíðu hennar idapals.com

Instagram @idapals
Ída ásamt Önnu Björk vinkonu sinni.
Ída ásamt Önnu Björk vinkonu sinni. Instagram @idapals
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál