Þessi pels er dýrari en mörg einbýlishús

Þessi pels frá Fendi kostar meira en hefðbundið einbýlishús.
Þessi pels frá Fendi kostar meira en hefðbundið einbýlishús. www.telegraph.co.uk

Hönnuðurinn Karl Lagerfeld vakti mikið umtal þegar hann sýndi 36 pelsa á tískusýningu Fendi ekki alls fyrir löngu. Pelsarnir munu koma til með að kosta allt að 148 milljónir króna.

Einhverjir eru hrifnir af hönnun Lagerfeld á meðan öðrum blöskrar notkun hans á feld. Ótal mótmælendur hafa vakið athygli á að Lagerfeld hikar ekki við að nota feld af gaupu, ref, mink, merði og lambi í þágu tískunnar. En dyggir Fendi-aðdáendur hafa margir hverjir hrósað honum fyrir að standa á sínu.

Eins og áður sagði munu dýrustu loðflíkur nýju Fendi-línunnar munu kosta allt að 148 milljónir króna sem er meira en mörg glæsihýsi. Þetta hefur vakið sérstaka athygli, ekki síst hjá gagnrýnendum Lagerfeld. Þetta þýðir að pelsinn sé að öllum líkindum dýrasti pels allra tíma. Þessu var greint frá í Financial Times.

Dýrasti pelsinn úr einstökum feld af gaupu

Samkvæmt heimildum Financial Times kemur fram að dýrasta flíkin sé gerð úr feldi gaupu sem er stórt rófustutt rándýr af kattaætt. Það finnst í frumskógum Rússlands og Síberíu. Feldurinn er einstakur m.a. að því leiti að hárin geta legið í hvaða átt sem er. Feldurinn er því alltaf sléttur og mjúkur, sama í hvaða átt hann er strokinn.

Fyrir sýninguna greindi Lagerfeld frá því að hann hafi hannað mun færri gaupu-pelsa en hann hefði viljað. Ástæðuna sagði hann vera þá að loðfeldaiðnaðurinn er að breytast og það verður æ erfiðara að verða sér út um loðfeld.

Gaupa er rándýr af kattaætt. Það finnst í frumskógum Rússlands …
Gaupa er rándýr af kattaætt. Það finnst í frumskógum Rússlands og Síberíu. Ljósmynd/David Castor
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál