Hvernig sundföt henta þér best?

Hvaða týpa af sundfötum hentar þér best?
Hvaða týpa af sundfötum hentar þér best? Heimasíða Victoria's Secret

Grundvöllur þess að líða vel á sundfötunum er að velja sér fatnað sem hentar þínu vaxtarlagi. Úrvalið er mikið og því ber að vanda valið. Rétt sniðin sundföt geta gert afar mikið fyrir útlitið. Harpers Baazar hefur nú tekið saman lista yfir tegundir sundfatnaðar og hvernig vaxtarlagi þær henta best.

Þríhyrningabikiní

Þríhyrningabikíni hentar öllum líkamstýpum. Hægt er að hnýta það eins og hentar hverjum og einum og þannig ræður maður hvort það sést mikið í brjóstaskoruna eða ekki.

Þríhyrningabikíní.
Þríhyrningabikíní. Heimasíða Victoria's Secret

Haldari án hlýra

Haldari án hlýra eða „bandeau“ hentar vel þeim konum sem nota litla eða meðalstóra brjóstahaldara og vilja sýna sínar náttúrulegu línur. Það er afar sniðugt að kaupa haldara sem þennan með þeim möguleika að bæta á hann hlýrum.

Haldari án hlýra.
Haldari án hlýra. Heimasíða Victoria's Secret

 
Haldari með vír

Haldarar með vír eru sniðugir fyrir barmmiklar konur. Þeir styðja vel við brjóstin og leyfa línunum að njóta sín. Vírinn minnkar álagið á hálsinn sem þríhyrningabikíni á það til að valda. Þá fylgja oft höldurum með vír afar góðir og sterkir hlýrar.

Haldari með vír.
Haldari með vír. Heimasíða Victoria's Secret

Sundbolur

Sundbolir henta vel þeim sem eru með miklar línur og vaxnar eins og stundaglas. Smávaxnar konur njóta sín oft ekki eins vel í sundbol og í bikíníi. Sundbolir eru afar kvenlegir og kynþokkafullir. Þeir eru klassískir og henta í raun öllum, það þarf einungis að finna það snið sem hentar hverjum og einum.

Heimasíða Victoria's Secret

Brasilískar buxur eða venjulegar buxur

Brasilískar sundbuxur hylja mun minna svæði á rassinum en venjulegar buxur. Smávöxnum konum finnst venjulegar buxur stundum fullstórar og því betra að vera í brasilískum.

Brasilískar sundbuxur hylja minna af rassinum en þær venjulegu.
Brasilískar sundbuxur hylja minna af rassinum en þær venjulegu. Heimasíða Victoria's Secret
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál