Þolir ekki skó hertogaynjunnar

Elísabetu Bretadrottningu finnst fylltir hælar ljótir.
Elísabetu Bretadrottningu finnst fylltir hælar ljótir. AFP

Kate Middleton, hertogaynjan af Cambridge, er þekkt fyrir fallegan og fágaðan stíl. Hún hefur ávallt náð að vera bæði tímalaus en töff jafnvel áður en hún giftist Vilhjálmi og varð konungborin. Middleton prýðir marga lista yfir best klæddu konur heims en samt sem áður hefur það ekki áhrif á skoðanir Elísabetar Bretadrottningar á skóbúnaði hertogaynjunnar.

Middleton sést gjarnan í skóm með fylltum hælum úr korki frá hönnuðinum Stuart Weitzman. Eitt af uppáhaldspörum hertogaynjunnar eru skór með fylltum korkhæl og hefur hún verið mynduð reglulega í gegnum tíðina í þessum skóm. Nú eru skórnir horfnir úr fataskáp hertogaynjunnar og samkvæmt erlendum miðlum er ástæðan sú að Elísabet Bretadrottning er ekki hrifinn af fylltum hælum. „Henni er afar illa við fyllta hæla og það vita allar konur í fjölskyldunni,“ segir heimildarmaður í viðtali við Vanity Fair. Middleton getur því notað skónna inn á heimili sínu en ólíklegt þykir að hún muni sjást aftur opinberlega í þeim.

Stuart Weitzman fylltir hælar með korki eins og Middleton átti.
Stuart Weitzman fylltir hælar með korki eins og Middleton átti.
Kátar saman, Kate Middleton og Elísabet drottning.
Kátar saman, Kate Middleton og Elísabet drottning. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál