Geta brjóstastórar konur klæðst rúllukraga?

Rúllukragapeysur eru í tísku um þessar mundir.
Rúllukragapeysur eru í tísku um þessar mundir. net-a-porter.com

Gömul tískuregla segir að brjóstastórar konur ættu að forðast flíkur með rúllukraga en gæti verið að þessi regla væri úrelt? Nú þegar rúllukragar eru að ná miklum vinsældum er nauðsynlegt að komast í botns í þessu.

Gamla tískureglan segir að aðeins háar og grannar konur geti litið vel út í rúllukraga. Brjóstastórar konur ættu að klæðast flíkum með v-hálsmáli til að vöxturinn njóti sín sem best.

Kate Young, stílisti Hollywood-stjarnanna, biður fólk um að taka ekki mark á þessari gömlu reglu. Hún bendir á að Marilyn Monroe hafi klæðst rúllukragapeysum og tekið sig vel út í þeim. „En þú vilt ekki bæta á þig miklu umframefni, leitaðu að peysum sem eru ekki mjög fyrirferðarmiklar,“ segir Young í viðtali við Instyle. „Þetta snýst meira um hálsinn heldur en barminn, ég held að það sé erfiðara að klæðast rúllukragapeysu ef þú ert ekki með góðan háls,“ segir Young sem starfar með stjörnum á borð við Selinu Gomez, Siennu Miller og Elizabeth Olsen.

Young mælir með að barmmiklar konur klæðist aðsniðnu pilsi eða háum buxum þegar þær klæðist rúllukragapeysu. „Svo lengi sem þú býrð til eitthvert form, þá ætti það að ganga.“

Marilyn Monroe var brjóstastór en tók sig vel út í …
Marilyn Monroe var brjóstastór en tók sig vel út í rúllukragapeysum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál