Svona lítur kjóllinn út sem Arna Ýr klæðist í Miss World

Arna Ýr Jónsdóttir og Egill Trausti Ómarsson
Arna Ýr Jónsdóttir og Egill Trausti Ómarsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arna Ýr Jónsdóttir vann keppnina Ungfrú Ísland sem fram fór í Hörpu í september. Nú er Arna Ýr, sem er 20 ára, á leið í Miss World sem fram fer í Kína í desember.

Það er ávallt mikill spenningur fyrir kjólum fegurðardísanna en nú er búið að ljóstra því upp hverju Arna Ýr klæðist á lokakvöldinu. Hönnuðurinn Harley Ruedas mun hanna kjólinn á hana. Hann segir að hún hafi leitað til sín og hann sé mjög spenntur fyrir verkefninu. Hann er enginn nýgræðingur í faginu en hann hefur starfað sem fatahönnuður í um 20 ár.

„Hún vildi hafa kjólinn einfaldan og ekki of áberandi,“ segir Ruedas. Hann segir að hún hafi viljað hafa kjólinn beige-litan.

„Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna hún valdi mig í þetta verkefni,“ segir hann í samtali við blaðamann á Glitter.

Arna Ýr Jónsdóttir var valin ungfrú Ísland í kvöld.
Arna Ýr Jónsdóttir var valin ungfrú Ísland í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Kjóllinn er mjög fallega sniðinn.
Kjóllinn er mjög fallega sniðinn.
Kjóllinn er síður.
Kjóllinn er síður.
Svona lítur kjóllinn út.
Svona lítur kjóllinn út.
Harley Ruedas.
Harley Ruedas.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál