129.000 króna úlpan frá JÖR og 66°Norður

Svona lítur úlpan frá JÖR og 66°Norður út.
Svona lítur úlpan frá JÖR og 66°Norður út.

„Undanfarna mánuði hefur hönnunarteymi JÖR by Guðmundur Jörundsson í samstarfi við hönnunar- og framleiðsludeild okkar hjá 66°Norður unnið að samstarfsverkefni sem mun líta dagsins ljós föstudaginn, 27. nóvember,“ segir á Facebook-síðu 66°Norður. Nú hafa myndir af útkomu samstarfsins litið dagsins ljós.

„Um er að ræða úlpu sem nefnist Jöræfi Parka sem framleidd er í verksmiðjum okkar þar sem engu var til sparað í efnisvali og má segja að klæðskerasniðin smáatriði úlpunnar og tæknilegir eiginleikar hennar sameini sérstöðu JÖR og 66°Norður í eina flík. Einungis er um mjög takmarkað upplag að ræða fyrir jólin.“

Myndir af úlpunni birtust á Facbook-síðu JÖR fyrr í dag. Úlpan mun kosta 129.000 krónur.

„Úlpan er einangruð með Primaloft Gold örtrefjafyllingu sem er hæsta gæðastigið sem Primaloft býður upp á. Einangrunin heldur mjög vel hita, andar og er mjög létt. Ytra byrðið er með 5.000 mm vatnsheldni og allir saumar límdir til að tryggja vatnsheldni. Á hettu er svo dýralæknavottað refaskinn af blárefi sem búið er að lita svart,“ segir á Facebook-síðu JÖR.

Guðmundur Jörundsson, maðurinn á bak við JÖR.
Guðmundur Jörundsson, maðurinn á bak við JÖR. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál