Tískustraumar sem kærastinn mun aldrei skilja

Karlmenn skilja stundum ekkert hvað konur sjá við buxur sem …
Karlmenn skilja stundum ekkert hvað konur sjá við buxur sem eru háar í mittið. Skjáskot Vogue.com

Margar konur kannast við mæla sér mót við kærastann, klæðast sínu fínasta pússi, og mæta svo skringilegu augnaráði betri helmingsins. Það er oft lítið við því að gera, enda eiga karlmenn fyrirmunað að skilja hina ýmsu tískustrauma sem konur hafa tekið ástfóstri við.  

„Kærasta“ gallabuxur
Þú fékkst þessar buxur ekki hjá kærastanum, og hann mun því líklega aldrei skilja hvers vegna þær eru nefndar eftir honum.

„Hvað ætli fái konur til að vilja klæða sig eins …
„Hvað ætli fái konur til að vilja klæða sig eins og miðaldra túrista? er spurning sem margir karlmenn hafa spurt sig.“ Skjáskot Vogue.com

Birkenstock sandalar
Karlmenn eru vísir til að horfa fram hjá þægindunum og velta fyrir sér hvers vegna í ósköpunum kærastan þeirra kýs að klæða sig eins og miðaldra karlmaður.

Rúllukragapeysur hylja hold sem karlmenn kjósa stundum að glitti í.
Rúllukragapeysur hylja hold sem karlmenn kjósa stundum að glitti í. Skjáskot Vogue.com

Rúllukragapeysur
Karlmenn eiga bágt með að skilja af hverju konur kjósa að klæðast rúllukragapeysum. Það er kannski ekki nema von að þeir séu ekki hressir með peysurnar, enda hylja þær bæði brjóstaskorur og viðbein.

Mussur og víðir kjólar
Karlmönnum er fyrirmunað að skilja hvers vegna konur ættu að vilja klæðast kjól sem minnir einna helst á tjald. Enn og aftur líta þeir algerlega fram hjá hversu mikil þægindi slíkir kjólar hafa í för með sér.

Þykkbotna skór
Annað hvort eru skór flatbotna, eða með hæl. Allt þar á milli er stórfurðulegt að mati margra kærasta þarna úti.

Buxur sem eru háar í mittið
Buxur sem eru háar í mittið koma í veg fyrir óþarfa ástarhaldföng og rassaskorusýningar. Það er því ótrúlegt að karlmenn hafi eitthvað út á slíkan fatnað að setja.

Samfestinginn
Margir karlmenn hafa horn í síðu samfestinga. Það sem þeir eru að gleyma er að slík flík er alger himnasending fyrir uppteknar og latar skvísur, enda þarf ekki að velja saman buxur og topp af kostgæfni. 

Pistilinn í heild má lesa á vef Fashion Journal

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál