Taskan sem þú munt aldrei fá að kaupa

Tískudrósin Victoria Beckham er mikill aðdáandi Hermes.
Tískudrósin Victoria Beckham er mikill aðdáandi Hermes. Skjáskot Daily Mail

Eflaust dreymir margar tískusinnaðar konur um að eignast Birkin eða Kelly tösku frá Hèrmes. Flestar þessara kvenna verða þó að gefa drauminn upp á bátinn, enda fá aðeins útvaldir að festa kaup á töskunum sem kosta frá 750 þúsund krónum.

Töskurnar eru í miklu uppáhaldi hjá stórstjörnum, líkt og tískudrottningunni Victoriu Beckham, Kate Moss, Naomi Campell, Elle Macpherson, Söruh Jessicu Parker og Kardashian klaninu og fleirum en venjulegum konum er ekki hleypt nálægt þeim ef marka má frétt Daily Mail.

Sagan segir að Birkin taskan hafi litið dagsins ljós þegar fegurðardísin Jane Birkin hafi setið við hlið Jean-Louis Dumas, framkvæmdastjóra Hèrmes, í flugi og játað fyrir honum að hún ætti í stökustu vandræðum með að finna almennilega handtösku. Í kjölfarið á Dumas að hafa boðið henni á vinnustofu sína þar sem frumgerðin á að hafa litið dagsins ljós. Reyndar er Birkin sjálf ekki allskostar ánægð með heiti töskunnar, enda mikill dýraverndunarsinni. Hún fór jafnvel fram á að töskurnar, sem jafnan eru úr leðri, verði nefndar upp á nýtt en varð ekki að ósk sinni.

En hvað gerist ef venjuleg, óþekkt kona reynir að verða sér úti um Birkin eða Kelly tösku frá Hèrmes? Blaðamaðurinn Zoe Ball fór á stúfana.

„Óaðfinnanlega þjónustustúlkan í Harrods er ósveigjanleg, mér þykir fyrir því frú við getum ekki tekið við pöntunum og það er enginn biðlisti, hreytir hún í mig. Þær bara fljúga út þegar þær koma. Í sannleika sagt er ekki auðvelt að verða sér úti um eina. Gangi þér vel.“

Sömu sögu er að segja um allar hina Hèrmes verslanir sem blaðamaðurinn heimsótti. Hvergi gafst henni kostur á að eignast hina eftirsóttu tösku sem er gjarnan sögð vera betri fjárfesting en verð- og hlutabréf.

„Venjuleg kona getur ekki bara gengið inn í Hèrmes verslun og keypt eina slíka. Þú þarft að hafa átt í löngu sambandi við einhvern sölufulltrúa þeirra,“ segir uppboðssérfræðingurinn Max Bromnawell.

Dulúðin, og staðreyndin hversu erfitt er að eignast Hèrmes töskur, er sérlega góð sölubrella. Þar af leiðandi hefur taskan orðið gríðarlegt stöðutákn, jafnvel hjá hinum vellauðugu. Það þarf því ekki að undra að Birkin og Kelly töskurnar séu gríðarlega vinsælar hjá ríka og fræga fólkinu.

Flestar konur verða að láta sér nægja að dreyma um …
Flestar konur verða að láta sér nægja að dreyma um tösku frá Hermes. Skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál