Roberto Cavalli sækir innblástur til Íslands

Kjóll Hjördísar Gestsdóttur er hér lengst til vinstri. Í miðjunni …
Kjóll Hjördísar Gestsdóttur er hér lengst til vinstri. Í miðjunni er Beyoncé í sínu nýjasta myndbandi en kjóllinn er úr smiðju Roberto Cavalli. mbl.is/samsett mynd

Hjördís Gestsdóttir útskrifaðist sem fatahönnuður úr Listaháskóla Íslands 2011. Lokaverkefni hennar vakti athygli en á sýningunni sýndi hún karrígulan silkikjól sem hún saumaði úr 10 metrum af silki. Silkið sem Hjördís notaði í kjólinn er næfurþunnt og lekkert. 

Henni brá því töluvert þegar hún rak augun í karrýgulan kjól eftir ítalska tískumerkið Roberto Cavalli. Söngkonan Beyoncé klæddist karrýgula pífukjólnum í sínu nýjasta myndbandi. Hann er eftir norska hönnuðinn Peter Dundas sem er yfirhönnuður Roberto Cavalli. Þegar Hjördís er spurð að því hvort kjóllinn sé úr hans nýjustu línu telur hún svo vera. 

„Ég varð mjög mjög hissa þegar ég rakst á kjólinn enda er hann nánast eins og kjóllinn sem var hluti af útskriftarverkefni mínu,“ segir hún. 

Aðspurð að því hvort karrýgulu kjóllinn hennar hafi sést mikið erlendis segist hún hafa sent hann í Skandinavísku fatahönnunarkeppnina Designers Nest í Kaupmannahöfn 2012 en annars hangi kjóllinn bara inni skáp heima hjá henni. 

Hjördís Gestsdóttir og karrýguli pífukjóllinn árið 2011 þegar hún útskrifaðist …
Hjördís Gestsdóttir og karrýguli pífukjóllinn árið 2011 þegar hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál