Ingibjörg Þorvalds opnar Icon's & I

Ingibjörg Þorvaldsdóttir opnar nýja verslun í dag.
Ingibjörg Þorvaldsdóttir opnar nýja verslun í dag.

Athafnakonan Ingibjörg Þorvaldsdóttir festi á dögunum kaup á Friis & Co í Kringlunni en í dag opnar verslunin aftur með breyttum áherslum og með nýju nafni. Arnar Gauti Sverrisson eða Sir Arnar Gauti sá um að endurhanna verslunina og skapa þar með huggulegt andrúmsloft. 

Í Icon's & I verða skandínavískar vörur ásamt íslenska hönnunarmerkinu Juníform sem hannað er af Birtu Björnsdóttur. 

„Eitt af þeim vörumerkjum sem verður fáanlegt í versluninni er RE:DESIGNED sem er þekkt fyrir gæði og að vera með puttana á púlsinum þegar kemur að tísku,“ segir Ingibjörg og bætir við: 

„Mér finnst ótrúlega gaman að vera komin í þetta fallega verslunarrými í Kringlunni og bjóða upp á flotta gæða vöru í þessu umhverfi sem við höfum skapað fyrir viðskiptavini okkar,“ segir hún. Í dag ætlar Ingibjörg að efna til teitis í versluninni sjálfri og eru allir velkomnir. Partíið byrjar kl. 17.00 og mun standa yfir til kl. 19.00. 

Icon´s & I opnar í Kringlunni í dag.
Icon´s & I opnar í Kringlunni í dag. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál