Alls ekki klæðast þessu í flugi

Skrautlegir túristar fara verulega í taugarnar á sumum.
Skrautlegir túristar fara verulega í taugarnar á sumum. Skjáskot Jetsetter.com

Sumir láta klæðaburð annarra fara gríðarlega í taugarnar á sér. Jafnvel svo mikið að þeir setjast niður og skrifa um það pistil.

Hér á eftir eru nokkur atriði sem ferðalangar ættu að hafa í huga, í það minnsta ef þeir vilja ferðast með stíl.

„Atvinnu“ íþróttamaðurinn
Þú kannt að klæðast áritaðri treyju frá eftirlætis leikmanninum, og hugsanlega ertu með derhúfu sem merkt er liðinu þínu á kollinum, en það þýðir ekki að þú sért einn af leikmönnunum. Því ef þú værir einn af þeim værir þú að sötra kokteil í einkaþotu.

Disney-aðdáandinn
Mikka músar derhúfur eru ekki að gera neitt fyrir þig, sama hvað 11 ára sessunautur þinn kann að segja. Þumalputtareglan er, láttu krökkunum Disney-tískuna eftir.

Brimbrettagaurinn
Hey, flottir sandalar og stuttbuxur. Ekki er það aðeins kvalarfullt að horfa upp á þig hríðskjálfa í kuldanum í flugvélinni, heldur er það niðurdrepandi að vita til þess að þér hafi þótt viðeigandi að klæðast sundfötum annars staðar en á ströndinni.

Amman
Hefur þú nýlega gengist undir aðgerð á mjaðmalið? Ef svo er skaltu endilega halda áfram að klæðast skónum með ruggubotninum. Ef þú ert hinsvegar undir 85 ára aldri, og í fínu líkamlegu ástandi, er engin afsökun fyrir því að klæðast þessum hræðilegu skóm.

Jóginn
Jógabuxur eru fljótar að þorna, og gerðar úr efni sem hrindir frá sér vondri lykt. Þess vegna hljóta þær að vera hinar fullkomnu buxur í ferðalagið. Rangt – jógabuxur eru óþarflega þröngar og eiga það til að hefta blóðrásina, auk þess sem þær eru oft á tíðum gegnsæjar.

Fleiri tískuráð má finna á vef Jetsetter.

Mörgum þykir ruggandi strigaskór alger hörmung.
Mörgum þykir ruggandi strigaskór alger hörmung. Skjáskot Google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál